All posts by usert4ce9et6h

Laus hús í Veiðivötnum

Eftirtalin hús eru nú í almennri sölu. 

16.-18. júlí Lindarhv.7.-9. ágúst St-salur15.-17. ágúst Holt
5.-7. ágúst St-salur8.-10. ágúst Holt19.-21. ágúst Vindheimar

Lausar stangir eru til í júlí og ágúst og svefnpokapláss flesta daga í júlí og ágúst.

Sími í Veiðivötnum / Bryndís er 864-9205

Netfang: ampi@simnet.is

Áfram góð veiði í Veiðivötnum

Í þriðju viku veiddust 3114 fiskar, 1091 urriði og 2023 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni, 938 og 539 fengust í Litlasjó. Úr Nýjavatni komu 563 smábleikjur í vikunni.
Heildarveiðin er nú 10772 fiskar, 5338 urriða og 5434 bleikjur. Þetta er mjög góð veiði miðað við undanfarin ár.
Mest hefur veiðst í Litlasjó það sem af er sumri, 2828 fiskar.
Þyngsti fiskurinn er 13,2 pd urriði úr Hraunvötnum sem kom á land í fyrstu viku. Í þriðju viku kom 10,0 pd urriði úr Litlasjó. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,33 pd og mesta meðalþyngd er í Ónýtavatni fremra 3,00 pd (aðeins 4 fiskar) en í Grænavatni er meðalþyngdin 2,42 pd. Einnig er góð meðalþyngd úr Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó.

Myndin er af Ísari með 13,2 pd (6,6 kg) urriða úr Hraunvötnum. Stærsti fiskurinn til þessa. Ljósm: Bryndís Magnúsdóttir.

Sjá nánar

Myndir af veiði og veiðimönnum 2019

Veiðivötn 2019

Veiði í Veiðivötnum hófst þriðjudaginn 18. júní kl. 15.

Veiðitíminn er frá kl. 7 á morgnanna til miðnættis (kl. 24).
Veiðiverðir vilja biðja þá sem koma seint í hús að fara hljóðlega og sýna öðrum tillitssemi.

Allt skal komið í ró kl. 1 eftir miðnætti.

Snjólaust er á Veiðivatnasvæðinu og því erfitt að halda aflanum vel kældum. Veiðimenn eru hvattir til að taka með sér ískurl í veiðiferðina. Gott ráð er einnig að frysta vatn í plastflöskum og nota sem kælikubba.

Vegir á vatnasvæðinu eru vel færir fjórhjóladrifnum bílum en mjög þurrir og yfirborðið víðast laus sandur. Bílar geta því orðið mjög óstöðugir á vegunum. Akið varlega.
Vöðin eru góð.

Veiðivötn
10. júní 2019. Lítið er eftir af skaflinum góða í Miðmorgunsöldu nema harður jökulís. Því er mikilvægt að hugað sé að kælingu á afla með öðrum aðferðum en að nota snjó úr skaflinum.

Hús og önnur gistiaðstaða er núna betri en nokkru sinni fyrr, rennandi vatn í öllum húsum og þau eru öll tengd rafmagni. Í hverju húsi eru 2 hellur, tenglar, ljós og rafmagnsofnar. Eins og áður þurfa gestir að hafa með sér potta, pönnur, hnífapör og annan borðbúnað.
Mjög gott símasamband (3G) er víðast hvar á Veiðivatnasvæðinu. Eldsneyti er ekki selt í Veiðivötnum. Næsta eldsneytisstöð er í Hrauneyjum. 
Ekki er hleðsluaðstaða fyrir rafbíla.

Veiðimenn eru hvattir til að ganga varlega um viðkvæma hálendisnáttúruna í Veiðivötnum. Varp margra fuglategunda er núna í fullum gangi og nýgræðingur og mosi sérlega viðkvæmur fyrir traðki. Minnt er á að allur akstur utan merktra slóða er bannaður.

Að gefnu tilefni vilja veiðiverðir í Veiðivötnum benda hundafólki á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu. 
Brögð eru að því að hundar þefi uppi beituleifar og öngla á vatnsbökkum. Slíkt hefur leitt til innvortis blæðinga og dauða. 
Varp fugla er í hámark í lok júní og margar tegundir liggja á eggjum fram í miðjan júlí. Hundar eyðileggja varp fugla ekki síður en minkar og refir. Þetta á ekki hvað síst við um svæðið umhverfis Tjaldvatn og skálana en þar eru alltaf nokkur anda- og óðinshana- og lóuhreiður. Hafið því hundana ávallt tjóðraða á svæðinu. Best er að skilja hundana eftir heima.

Sími í Veiðivötnum er: 864-9205
Netfang: ampi@simnet.is

veiðileyfi og gjaldskrá 2019

Eftirtalin hús eru nú í almennri sölu. 

16.-18. júlí Lindarhv.7.-9. ágúst St-salur15.-17. ágúst Holt
5.-7. ágúst St-salur8.-10. ágúst Holt19.-21. ágúst Vindheimar

Lausar stangir eru til í júlí og ágúst og svefnpokapláss flesta daga í júlí og ágúst.

Sími í Veiðivötnum / Bryndís er 864-9205

Netfang: ampi@simnet.is

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2019.

Frítt í Frostastaðavatn

Gjaldfrjáls veiði verður í Frostastaðavatn sumarið 2019
Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur ákveðið að næstkomandi sumar verði gert átak í grisjun á bleikjustofninum í Frostastaðavatni. Veiðin verður gjaldfrjáls og verður bæði heimilt að veiða á stöng og í net. Einungis verður farið fram á góða umgengni við vatnið sem og að skrá fjölda fiska, tegundir, þyngd afla, fjölda neta, möskvastærð og hve lengi þau liggja. Skráning er afar mikilvæg og veiðiskýrslum á að skila að lokinni veiðiferð í söfnunarkassa við Frostastaðavatn (vegamót) eða í Landmannahelli. Best er að nota 30 mm möskva á legg eða smærri. Veiðimenn verða sjálfir að útvega sér veiðarfæri og bát. Veiðitíminn er frá 18. júní til 15. september.
Veiðimönnum er bent á gistiaðstöðu í Landmannahelli og þar eru líka seld veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár.