Veiðitölur 2019

Veiðitölur verða birtar vikulega í sumar. Nýjar tölur koma á vefinn á þriðjudagskvöldum eða á miðvikudögum.
Þyngd er skráð í pundum (1 pd = 500 gr.)
Tölurnar eru fengnar frá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Í þriðju viku veiddust 3114 fiskar, 1091 urriði og 2023 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni, 938 og 539 fengust í Litlasjó. Úr Nýjavatni komu 563 smábleikjur í vikunni.
Heildarveiðin er nú 10772 fiskar, 5338 urriða og 5434 bleikjur. Þetta er mjög góð veiði miðað við undanfarin ár.
Mest hefur veiðst í Litlasjó það sem af er sumri, 2828 fiskar.
Þyngsti fiskurinn er 13,2 pd urriði úr Hraunvötnum sem kom á land í fyrstu viku. Í þriðju viku kom 10,0 pd urriði úr Litlasjó. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,33 pd og mesta meðalþyngd er í Ónýtavatni fremra 3,00 pd (aðeins 4 fiskar) en í Grænavatni er meðalþyngdin 2,42 pd. Einnig er góð meðalþyngd úr Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó.

Veiðiupplýsingar eftir fyrstu þrjár vikurnar (smelltu á töfluna til að stækka)

Veiðin í hverri viku

Samanburður fyrir árin 2011-2019 (smelltu á myndina til að stækka)