vötn og vegir

Veiðivotn - kort

Yfirlitskort yfir vatnasvæðið.
Unnið af Erni Óskarssyni upp úr kortum Penta ehf með þeirra leyfi.
Smelltu á myndina til að stækka.

Vegir í Veiðivötnum
Leiðin í Veiðivötn liggur um Hrauneyjar og er á bundnu slitlagi alla leið inn að Vatnsfellsvirkjun. Þar tekur við grófur malarvegur F228 og er leiðin nokkuð greið leið ef varlega er farið. Ekki er þó fært fyrir venjulega fólksbíla alla leið í Veiðivötn.

F228 Veiðivatnaleið
Veiðivatnaleið við Þóristind

Tvær ár eru á leiðinni sem stundum eru varasamar. Vöðin eru lagfærð á hverju sumri en geta þó grafist niður og orðið djúp. Hægt er að sleppa við árnar með því að aka Jökulheimaleið F229 upp fyrir Vatnakvísl og koma þá niður í gegnum Hraunvötn og með Litlasjó. Jökulheimaleiðin getur verið torsótt vegna foksands í slóðinni. Leiðin inn í Veiðivötn opnast oftast ekki fyrr en eftir miðja júní.

Kristinn Helgason hefur undanfarin ár séð um að viðhalda vegakerfinu í Veiðivötnum

Innan Veiðivatnasvæðisins er mikið vegakerfi að öllum helstu vötnum. Veiðifélag Landmannaafréttar sér um að viðhalda þeim vegum.

Langavatnsalda
Góðir vegir innan Veiðivatnasvæðisins

Þessir vegir eru mjög góðir og helst torfært ofan við Hraunvötn og innst með Litlasjó. Þrjú vöð á ám innan svæðisins eru þó ekki fólksbílafær, en hægt að velja aðrar leiðir til að sleppa ánum, nema ef farið er að Tröllinu við Tungnaá.

Snjóölduvað
Vaðið á kvíslinni neðan við Snjóöldupoll er stundum djúpt enn seinni árin hefur það verið lagað og möl sett í botninn.
vað
Vöðin eru ekki hentug fyrir fólksbíla