Veiðitölur úr vötnum sunnan Tungnaár 2022

Líkt og undanfarin ár veiddist best í Frostastaðavatni. Þar komu 750 fiskar á land, mest bleikja. Einnig var góð veiði í Löðmundarvatni, Ljótapolli og í Dómadalsvatni.
Því miður hefur verið misbrestur á því að veiðimenn skili inn veiðiupplýsingum úr vötnum sunnan Tungnaár. Því ber að taka þessum tölum með góðum fyrirvara. Veiðin hefur líklega verið mun meiri.