Veiðitölur 2018

Veiðitímanum í Veiðivötnum lauk 16. september en þá var síðasti dagur netaveiðitímans sem hófst 24. ágúst. Alls veiddust 25437 fiskar sem er nokkuð minni veiði en undanfarin tvö ár. Á stöng veiddust 20593 fiskar og 4844 í netin. Mun minna veidist af bleikju sumarið 2018 en árin á undan en urriðaveiðin jókst á milli ára sem einkum stafar af góðri veiði í Litlasjó. Litlisjór gaf mestan afla bæði á stöng og í net, 6668 urriðar komu þar á land, þar af 5631 á stöng. Næst best veiddist í Snjóölduvatni. Þar fengust 5588 fiskar en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Í Snjóölduvatni fengust 5006 á stöng. Stærstu fiskar sumarsins voru 12,0 pd urriðar úr Hraunvötnum og mesta meðalþyngdin var 3,52 pd í Grænavatni.

Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2018 – aflatölur úr 1.- 9. viku (18. júní – 22. ágúst 2018)
Í töflunni eru upplýsingar um fjölda og þyngd fiska sem veiddust í
1. – 9. viku. Tölurnar eru fengnar hjá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Stangveiði 2018

Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2018 yfirlit yfir hverja viku.
Tölurnar eru fengnar hjá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Vikuveiði 2018
samanburður 2018

Netaveiði haustið 2018
Aflatölur úr netaveiði í einstökum vötnum 24. ágúst – 16. september.
Tölurnar eru fengnar hjá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Netaveiði 2018

Stangveiði í Veiðivötnum á netaveiðitímanum haustið 2018 (24. ágúst – 16. september).
Taflan sýnir heildarfjölda fiska sem veiddust á stöng í Veiðivötnum á netaveiðitímanum.
Tölurnar eru fengnar hjá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Stangveiði á netaveiðitíma