Veiðivötn 2024

Veiðitölur úr Veiðivötnum 2024 – Nýjar tölur verða birtar vikulega.

Myndir af veiði- og veiðimönnum sumarið 2024

Veiði í Veiðivötnum hófst þriðjudaginn 18. júní kl. 15:00. Öll veiðileyfi eru uppseld í júní en hægt að fá leyfi í júlí og ágúst (sjá eldri frétt).

Svæðið er komið í sumarbúning. Ís er löngu horfinn af vötnunum og síðustu skaflarnir að bráðna. Lág vatnsstaða er í Hraunvötnum og í Litlasjó

Vegir eru flestir greiðfærir en fara verður með gát þar sem ekki hefur tekist að hefla alla slóða og vöðin yfir árnar eru mjög góð.
Leiðin í Veiðivötn er sem fyrr aðeins fær jeppum og jepplingum.

Sökum snjóleysis verða veiðimenn að hafa með sér ís og góð kælibox undir veiðina, ætli þeir sér að varðveita aflann. Gott ráð er að frysta vatn í nokkrum ölflöskum fyrir veiðiferðina og nota sem kælikubba
Skaflinn góði í Miðmorgunsöldu er horfinn..

Sem fyrr eru veiðimenn og aðrir gestir í Veiðivötnum hvattir til að ganga vel um viðkvæma náttúru vatnasvæðisins, halda sig á vegslóðum og hirða upp eftir sig allt rusl.

Skaflinn í Miðmorgunsöldu var horfinn 14. júní