Stangveiðitímanum í Veiðivötnum lauk þriðjudaginn 20. ágúst.
Alls fengust 20321 fiskur, 10595 urriðar og 9726 bleikjur. Veiðin var ekki eins góð og sumarið 2023 sem var mjög gott veiðiár. Munar þar mestu um lakari veiði í Litlasjó sumarið 2024.
Leiðinlegu veðri í Júlí og ágúst ná kenna um að hluta, en einnig virðist næringarástand fiskanna mjög gott víðast hvar þetta árið.
Veiðin var þó mun betri en sumrin 2022 og 2021.
Flestir urriðar komu á land í Litlasjó, 4368 fiskar, en Stóra Fossvatn var næst með 2086 fiska.
Af bleikjuvötnunum var mestur afli, 3892 fiskar í Snjóölduvatni og 2255 bleikjur í Langavatni.
Netaveiði veiðirétthafa er frá 23 ágúst til 15 september.
Veiðitölur úr Veiðivötnum 2024
Myndir af veiði- og veiðimönnum sumarið 2024
Í sumar hafa hlaðist upp hlutir sem hafa orðið eftir í Veiðivötnum.
Á síðunni “óskilamunir í Veiðivötnum” eru myndir af hlutunum.
Sökum snjóleysis verða veiðimenn að hafa með sér ís og góð kælibox undir veiðina, ætli þeir sér að varðveita aflann. Gott ráð er að frysta vatn í nokkrum ölflöskum fyrir veiðiferðina og nota sem kælikubba
Enginn snjór er í Miðmorgunsöldu.
Sem fyrr eru veiðimenn og aðrir gestir í Veiðivötnum hvattir til að ganga vel um viðkvæma náttúru vatnasvæðisins, halda sig á vegslóðum og hirða upp eftir sig allt rusl.