All posts by usert4ce9et6h

Aðalfundur Veiðifélags Landmannaafréttar

Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar boðar til aðalfundar félagsins sem fram fer í Brúarlundi miðvikudaginn 17. apríl 2024, kl. 20.00.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

1.       Skýrsla stjórnar.

2.       Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram. 

3.       Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

4.       Fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

6.       Erindi fulltrúa Veiðimálastofnunar um fiskirannsóknir. 

7.       Önnur mál. 

Stjórn félagsins áréttar að í þeim tilvikum þar sem jarðir eru í sameign þá er gerð krafa um skriflegt umboð um það hver fari með atkvæðisrétt á vettvangi félagsins. Sama gildir um þau tilvik þar sem jörðum hefur verið skipt upp.  Þá skal tekið fram að ábúendur fara með atkvæðisrétt jarða nema samið hafi verið um annað.

Stjórnin.

Veiðivötn 2024

Sími í Veiðivötnum er 864-9205. / netfang: ampi@simnet.is

ATH. Staðan 1. apríl 2024 kl.11:30. Öll hús eru uppseld fyrir sumarið 2024. Ef eitthvað kemur til baka þá birtist ný skrá á vefnum 1. maí.

Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar hefur gefið út verðskrá í Veiðivötnum fyrir sumarið 2024. (sjá töflu).
Stangveiðitímabilið 2024 byrjar þriðjudaginn 18. júní kl. 15:00 og líkur þriðjudaginn 20. ágúst kl. 15:00.
Netaveiðin er frá 23 ágúst til 15 september.

Lokatölur úr vötnum sunnan Tungnaár

Veiðitölur fyrir sumarið 2023.
Alls veiddist 1591 fiskur í vötnum sunnan Tungnaár sumarið 2023, 1095 bleikjur og 496 urriðar. Flestir fiskar veiddust í Frostastaðavatni, 875, mest smábleikja.
Stærsti fiskurinn var 5 pd urriði úr Ljótapolli. 
Mesta meðalþyngdin var í Dómadalsvatni 2,6 pd.

Í Sauðafellsvatni voru 49 fiskar skráðir, en erfiðlega gékk að fá upplýsingar um afla frá veiðimönnum.

Veiðitímanum 2023 er lokið

Veiðivertíðinni í Veiðivötnum lauk sunnudaginn 17. september kl.15. Sumarið var einstaklega gott uppi á hálendinu og mikil veiði. 

Alls veiddust 33798 fiskar á stangveiðitímabilinu, 15415 urriðar og 9140 bleikjur. Þetta var þriðja mesta veiði frá upphafi skráningar í Veiðivötnum. Aðeins 2009 og 2010 voru betri.

Á stangveiðitímanum fengust 23372 fiskar, 14285 urriðar og 9087 bleikjur. Þetta er talsvert betri veiði en undanfarin sumur. Á stangveiðitímanum veiddist mest í Litlasjó. Þar kom 6101 urriði á land. Urriðaveiði var einnig góð í Stóra-Fossvatni, Hraunvötnum og í Ónýtavatni. Mest veiddist af bleikju í Snjóölduvatni (3024) og Langavatni (1990). 

Jafet með stærsta fisk sumarsins 8,2 kg (16,4 pd). 

Stærsti urriði sumarsins veiddist í Skálavatni. Hann var 8,2 kg (16,4 pd). 

Í Ónefndavatni, Hraunvötnum og Litlasjó fengust nokkrir 10-11 pd urriðar. Stærsta bleikjan var 2,5 kg (5 pd) og veiddist í Breiðavatni.

Á netaveiðitímanum 25. ágúst til 17. september fengust 1183 fiskar á stöng og 9243 í net. 

Smelltu á krækjurnar hér fyrir neðan og skoðaðu nánar veiði og myndir af afla og veiðimönnum.

Veiðitölur úr Veiðivötnum 2023

Myndir af veiði- og veiðimönnum sumarið 2023

Samanburður á veiði í Veiðivötnum árin 1965 til 2023.