Fiskar

NáttúraFiskarFuglarSpendýrGróðurJarðfræði

Þrjár fisktegundir finnast í Veiðivötnum; urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus) og hornsíli (Gasterosteus aculeatus).
Veiðimálastofnun undir stjórn Magnúsar Jóhannssonar hefur rannsakað fiskinn í Veiðivötnum frá árinu 1985.
Megintilgangurinn hefur verið að fylgjast með ástandi fiskistofnanna með áherslu á nýliðun urriða og ástand og vöxt sleppiseiða og ungfiska. Einnig hefur útbreiðsla og viðgangur bleikju verið athuguð.
Rannsóknirnar eru unnar fyrir Veiðifélag Landmannaafréttar.

UrriðiBleikjaHornsíli
urriðar og bleikja
Fallegir fiskar úr Snjóölduvatni