Veiðivötn 2022

Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is

ATH: Skoðið óskilamunasíðuna

Veiðitölur úr Veiðvötnum 2022

Myndir af veiði- og veiðimönnum sumarið 2022

Allri veiði í Veiðivötnum er nú lokið. Netaveiðitímanum lauk 11. september en stangveiðitímanum lauk 16. ágúst.

Alls veiddust 29835 fiskar í Veiðivötnum á veiðitímabilinu 18. júní – 11. september. Þetta er svipuð veiði og undanfarin ár. Sjá heildarveiði 1965-2022.
Þar af fengust 19314 á stöng (12126 urriðar og 7188 bleikjur).

Alls veiddust 18134 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, þar af 10982 urriðar og 7152 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Litlasjó, en þar komu 3696 urriðar á land. Í Snjóölduvatni veiddust 2971 fiskur, mest bleikja.
Stærsti fiskur sumarsins var 10,8 pd urriði sem Dídí Carlson veiddi í Grænavatni og besta meðalþyngdin var 2,75 pd í Pyttlum. Auk Grænavatns komu fiskar um og yfir 10 pd á land í Breiðavatni, Hraunvötnum, Pyttlum og í Skyggnisvatni.

Níunda og síðasta stangveiðivikan var aðeins 3 veiðidagar.

ATH. Myndin er af Dídí með 10,8 pd urriða úr Grænavatni.