Category Archives: Uncategorized

Aðalfundur Veiðifélags Landmannaafréttar

Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar boðar til aðalfundar félagsins sem fram fer í Brúarlundi miðvikudaginn 17. apríl 2024, kl. 20.00.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

1.       Skýrsla stjórnar.

2.       Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram. 

3.       Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

4.       Fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

6.       Erindi fulltrúa Veiðimálastofnunar um fiskirannsóknir. 

7.       Önnur mál. 

Stjórn félagsins áréttar að í þeim tilvikum þar sem jarðir eru í sameign þá er gerð krafa um skriflegt umboð um það hver fari með atkvæðisrétt á vettvangi félagsins. Sama gildir um þau tilvik þar sem jörðum hefur verið skipt upp.  Þá skal tekið fram að ábúendur fara með atkvæðisrétt jarða nema samið hafi verið um annað.

Stjórnin.

Veiðitölur úr vötnum sunnan Tungnaár 2022

Líkt og undanfarin ár veiddist best í Frostastaðavatni. Þar komu 750 fiskar á land, mest bleikja. Einnig var góð veiði í Löðmundarvatni, Ljótapolli og í Dómadalsvatni.
Því miður hefur verið misbrestur á því að veiðimenn skili inn veiðiupplýsingum úr vötnum sunnan Tungnaár. Því ber að taka þessum tölum með góðum fyrirvara. Veiðin hefur líklega verið mun meiri.

Moka snjó

Árni gröfumaður fór inn í Veiðivötn og mokaði vatnsrásir í snjóinn. Mikill snjór er nú í vötnunum og húsin í hættu vegna væntanlegra leysinga. Líklegt er að með þessari framkvæmd hafi miklum verðmætum verið bjargað frá vatnstjóni.

Veiðitölur úr vötnum sunnan tungnaár sumarið 2021

Ágæt veiði var í vötnum að Fjallabaki í sumar. Alls veiddust 2844 fiskar, 1365 urriðar og 1479 bleikjur.
Eins og oft áður veiddust flestir fiskar í Frostastaðavatni, 754 bleikjur, en Ljótipollur kom þar fast á eftir með 680 urriða. Stærsti fiskur sumarsins var 6,0 pd urriði úr Dómadalsvatni en besta meðalþyngdin var úr Ljótapolli 1,6 pd.
Sjá nánar í töflunni hér fyrir neðan.