Veiðivötn 2024

sími 864-9205 / netfang: ampi@simnet.i

Nú er Bryndís búin að senda pósta á fastar bókanir vegna gistingar og veiðileyfa í Veiðivötnum sumarið 2024.
Hún biður þá sem hafa fengið póst um að staðfesta móttöku og muna eftir að borga fyrir 1. mars.
En eiga nokkrir eftir að staðfesta hvort póstur hafi borist.

Ef einhver fastagestur telur sig ekki hafa fengið póst endilega hafi sá samband við Bryndísi.

Veiðileyfi og gistipláss sem ekki er búið að greiða fyrir 1. mars eða ráðstafa fara síðan í almenna sölu.

Listi yfir óseld gistipláss ásamt nánari upplýsingum um söludag kemur á vefinn 15. mars.

Sími í Veiðivötnum er 864-9205.

Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar hefur gefið út verðskrá í Veiðivötnum fyrir sumarið 2024. (sjá töflu).
Stangveiðiitímabilið 2024 byrjar þriðjudaginn 18. júní kl. 15:00 og líkur þriðjudaginn 20. ágúst kl. 15:00.
Netaveiðin er frá 23 ágúst til 15 september.