Spendýr

NáttúraFiskarFuglarSpendýrGróðurJarðfræði

Þrjár tegundir villtra spendýra finnast á Veiðivatnasvæðinu.

Refur (Alopex lagopus) sést af og til á Veiðivatnasvæðinu, en telst sjaldgæfur. Á svæðinu eru þekkt fjögur greni, en þau hafa lítið
verið nýtt undanfarin ár.

Refur
Refur

Minkur (Mustela vison) er algengasta spendýrið. Minka verður fyrst vart á þessum slóðum um 1964. Þeir virðast fljótlega ná góðri fótfestu á svæðinu, enda er nóg af fylgsnum í hraungjótum og fæðu í vötnum. Fiskur er sennilega aðalfæðan árið um kring. Á varptíma fugla tekur hann örugglega mikið af eggjum og ungum. Algengt er að sjá mink eða ummerki eftir hann við Hraunvötn, Fossvötn, Skálavötn og í Pyttlum. Minkaveiðar hafa verið stundaðar á Veiðivatnasvæðinu, bæði af minkaveiðimönnum og veiðivörðum. Að meðaltali hafa 40 dýr verið drepin árlega síðustu árin.

Minkur
Minkur

Hagamús (Apodemus sylvatixus) er sjaldgæf á svæðinu enda er lítið um samfelld frægjöful gróðursvæði. Hennar hefur einkum
orðið vart við gömlu veiðihúsin hjá Slídrætti.

Hagamús
Hagamús
NáttúraFiskarFuglarSpendýrGróðurJarðfræði