Fuglar

NáttúraFiskarFuglarSpendýrGróðurJarðfræði

Alls hafa 57 fuglategundir sést á Veiðivatnasvæðinu. Þar af eru 22 tegundir árvissir varpfuglar. Ásamt varpfuglunum sjást 11 tegundir reglulega en ekki hefur tekist að staðfesta varp. Um 24 tegundir hraknings og flækingsfugla hafa sést á svæðinu.

Himbrimi
Himbrimi. Einkennisfugl Veiðivatna
Himbrimi með unga. Einkennisfugl Veiðivatna
Himbrimi með unga.

Nú á tímum eru Breiðaver og verin við Ampapoll mikilvægustu varpsvæði fugla á Veiðivatnasvæðinu. Þar er mikið óðinshana-, anda- og heiðagæsavarp. Á varptíma eru stokkendur og hávellur algengustu endurnar en einnig sést talsvert af duggönd, skúfönd og urtönd og stöku sinnum grafönd í verunum. Talsvert er einnig af fuglum í verum við Nýjavatn, Snjóölduvatn, í Kvíslum, við Fossvötnin, Stóra Skálavatn, víða í Hraunvötnum, umhverfis Tjaldvatn og við Slídrátt. Álftir verpa í verum víða á svæðinu.

Duggandarpar
Duggandarpar
Duggandarkollur með ungahópa
Duggandarkollur með ungahópa

Á bökkum vatna og kvísla verpa himbrimar og endur, einkum stokkendur og hávellur. Á vikuröldum á milli vatnanna er varpsvæði sendlings, sandlóu og Kríu. Nokkur kríuvörp eru á svæðinu. Allsstaðar þar sem kletta er að finna svo og í hraunum er snjótittlingur með hreiður. Hann er algengasti varpfuglinn á svæðinu. Stöku maríuerlupör verpa einnig í hraungjótum. Maríuerla er árviss varpfugl í Vatnsgíg við Tjaldvatn.
Heiðlóur eru algengir varpfuglar í Veiðivötnum en voru sára sjaldgæfar fyrir síðustu aldarmót. Stelkar, steindeplar, þúfutittlingar og rjúpur teljast sjaldgæfir varpfuglar.

Heiðlóa
Heiðlóa. Heiðlóu hefur fjölgað stöðugt á Veiðivatnasvæðinu undanfarna áratugi.
Heiðlóa liggur á eggjum rétt við húsgafl. 
Heiðlóa liggur á eggjum rétt við húsgafl.

Haförn verpti í Arnarsetri við Stóra Skálavatn til ársins 1902. Á meðan arnarvarpið var til staðar virðist sem stórt andavarp hafi verið í hólmunum í Skálavatni í næsta nágrenni arnarhreiðursins. Nú eru þar fáir fuglar. Síðsumars er oft líflegt fuglalíf í Veiðivötnum. Þá koma á svæðið fuglar í fæðuleit svo sem hópar af steindeplum, þúfutittlingum og maríuerlum og fuglar sem eiga leið um á farflugi. Þá sjást smyrlar, hettumáfar, spóar, hrossagaukar, helsingjar og skógarþrestir stakir eða nokkrir saman.

Rjúpukarri í Hraunvötnum.
Rjúpukarri í Hraunvötnum.
Rjúpa með ungahóp
Rjúpa með ungahóp

Á Grænavatni og Litlasjó eru stórir andahópar í fjaðrafelli öll sumur. Þetta eru mest duggendur, hávellur og toppendur en einnig nokkuð um skúfendur og húsendur. Litill fellihópur er á litlu grunnu vatni vestast í Hraunvatnaklasanum. Þar eru einkum duggendur.

Straumendur og ein húsönd
Straumendur og ein húsönd
Heiðagæsarpar
Heiðagæsarpar
Sendlingur
Sendlingur
Toppönd með ungahóp
Toppönd með ungahóp
Hávellupar
Hávellupar
Sandlóa
Sandlóa
Álftapar með unga
Álftapar með unga

Markvissar rannsóknir á fuglalífi í Veiðivötnum eru fáar og einkum frá síðari árum. Í lok síðustu aldar ferðuðust innlendir og erlendir fuglaáhugamenn um Veiðivatnasvæðið. Þorvaldur Thoroddsen (1889) getur um fugla Í Veiðivötnum í ferðabók sinni og breskir ferðamenn og eggjasafnarar Þeir Henry J. og Charles E. Pearson (1894) lýsa fuglalífi við Tjaldvatn.

Haförn á flugi yfir Hraunvötnum.
Haförn á flugi yfir Hraunvötnum.

Erling Ólafsson, Ólafur Karl Nielsen og Örn Óskarsson könnuðu fuglalíf í Veiðivötnum 15.-16. júní 1980. Arnþór Garðarsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson rannsökuðu fuglalíf úr flugvél að vetrar- og sumarlagi á 9. áratugnum.
Örn Óskarsson hefur fylgst með fuglalífi í Veiðivötnum frá árinu 1969 er hann kom fyrst á svæðið. Hann fór sérstakar ferðir til fuglarannsókna í Veiðivötnum árin 1994-2006.
Einar Þorleifsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson könnuðu fuglalífið 3.-4. júlí 1996.

Andahópur á Litlasjó
Andahópur á Litlasjó. Í hópnum eru duggendur, skúfendur og toppendur
NáttúraFiskarFuglarSpendýrGróðurJarðfræði