Lokatölur úr vötnum sunnan Tungnaár

Veiðitölur fyrir sumarið 2023.
Alls veiddist 1591 fiskur í vötnum sunnan Tungnaár sumarið 2023, 1095 bleikjur og 496 urriðar. Flestir fiskar veiddust í Frostastaðavatni, 875, mest smábleikja.
Stærsti fiskurinn var 5 pd urriði úr Ljótapolli. 
Mesta meðalþyngdin var í Dómadalsvatni 2,6 pd.

Í Sauðafellsvatni voru 49 fiskar skráðir, en erfiðlega gékk að fá upplýsingar um afla frá veiðimönnum.