Veiðivötn 2022

Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is

Veiðitölur úr Veiðvötnum 2022

Veiði í Veiðivötnum hófst laugardaginn 18. júní.
Vegir um svæðið eru víðast greiðir og vöðin yfir árnar góð. Þó er aðalleiðin upp með Litlasjó enn teppt ofan við fyrstu vík en hægt að aka fjöruna.
Há vatnsstaða er í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni (sjá myndir af Rauðagíg) og margir góðir veiðistaðir komnir undir vatn sem voru langt uppi á landi í fyrra sumar.

Það sem af er hefur veiðin verið ágæt. Stóra Hraunvatn hefur gefið vel og eins er stór og falleg bleikja í Langavatni, Eskivatni og Breiðavatni. Í Snjóölduvatni og Nýjavatni er fín veiði en bleikjan smærri. Litlisjór og Grænavatn hafa gefið góða fiska.

ATH. Myndin er af veiðimönnum með góðar bleikjur úr Langavatni.