Vötn sunnar tungnaár

Lýsing á helstu vötnum sunnan Tungnaár

Veiðitölur 2020

Yfirlit yfir ástand á nokkrum framvötnum – glærur frá Hafrannsóknastofnun.

Á Landmannaafrétti sunnan Tungnaár eru nokkur stöðuvötn og eru 12 þeirra leigð út til stangveiða.
Vötnin eru: Blautaver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn, Frostastaðavatn (veiðikort), Herbjarnarfellsvatn, Hnausapollur (Bláhylur), Hrafnabjargavatn, Kýlingavötn, Lifrarfjallavatn, Ljótipollur, Löðmundarvatn og Sauðleysuvatn.
Mörg vatnanna eru gígvötn. Ljótipollur og Bláhylur eru yngst. Ljótipollur myndaðist í eldgosi um 1477 eins og mörg af Veiðivötnunum norðan við Tungnaá. Bláhylur er aftur á móti á sömu gossprungu og Vatnaöldurnar, myndaður í stórgosi árið 871.
Flest eru vötnin afrennslislaus. Úr Löðmundarvatni rennur Helliskvísl og Blautaver og Kýlingavötn hafa samgang við Tungnaá.
Dómadalsvatn, Herbjarnarfellsvatn, Lifrarfjallavatn og Ljótipollur eru urriðavötn. Urriði og bleikja eru í Blautaveri, Frostastaðavatni og Kýlingavötnum en í öðrum vötnum er eingöngu bleikja. Síðustu árin hafa bleikjuvötnin verið grisjuð með þéttriðnum netum svo bleikjan hefur stækkað og fitnað.
Veiðileyfi í vötnin sunnan Tungnaár eru seld hjá veiðiverði í Landmannahelli.
Öll vötnin eru innan Friðlands að Fjallabaki og skildi hafa það í huga við umgengni við þau.

Veiðileyfi í Vötnin sunnan Tungnaár kostar kr. 5.000- á stöng/dag og veitir aðgang að góðum veiðivötnum eins og Dómadalsvatni og Ljótapolli auk margra annara vatna. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og í búðinni í Landmannalaugum og óþarfi að panta fyrirfram.
Að lokinni veiðiferð eru veiðimenn eru hvattir til að skila útfylltum veiðileyfum til veiðivarða í Landmannahelli eða í safnkassa á gatnamótum við Frostastaðavatn/Ljótapoll eða við efri afleggjara inn að Landmannahelli.
Frostastaðavatn verður á veiðikortinu sumarið 2022.
Veiðileyfi í Sauðafellsvatn er kr. 5.000/ stöng / dag.
Ekki lengur bara fluguveiði heldur almenn veiði eins og í öðrum vötnum sunnan Tungnaár.

Pantanir og fyrirspurnir í síma 893-8407 eða info@landmannahellir.is

.

Eftirfarandi tölur eru aflatölur fyrir tímabilið 23. júní – 25. september 2018. Gefur vísbendingar um afla og ástand fiska.