Nýjung í Veiðivötnum

sími 864-9205 / netfang: ampi@simnet.is

Stjórn Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar ákvað í vor að bjóða upp á nýtt fyrirkomulag í veiðileyfasölu í Veiðivötnum. Í júlí verður hægt að kaupa dagsleyfi án gistingar. Leyfin gilda frá kl. 7 að morgni og til miðnættis. Leyfin þarf að panta fyrirfram (í síðasta lagi deginum áður) og þarf að ganga frá greiðslu um leið og pantað er. Verð á veiðileyfi verður samkvæmt útgefinni verðskrá fyrir veiðileyfi í júlí kr. 12000- á stöng á dag. Viðkomandi fær sendar banka upplýsingar og greiðir veiðileyfið og sendir jafnframt upplýsingar um tegund, lit og númer á bílnum sem sem komið er á. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi kvöldið fyrir komu í Veiðivötn.
Veiðimaður má byrja að veiða kl. 7 en kemur svo við í Varðbergi og sækir veiðileyfið um kl. 9 -10 um morguninn.

Skilar veiðileyfinu útfylltu við brottför.