Veiðifélag Landmannaafréttar

Veiðifélag Landmannaafréttar var stofnað árið 1965.

Núverandi stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar:

Erlendur Ingvarsson, Skarði, formaður
Aðrir í stjórn:
Eiður Kristinsson
Jóhanna Hlöðversdóttir
Stefán Þór Sigurðsson
Valdimar K Jónsson

Samþykkt
Fyrir Veiðifélag Landmannaafréttar, Rangárvallasýslu

1. gr.
Félagið heitir Veiðifélag Landmannaafréttar og starfar á grundvelli gildandi laga um lax og silungsveiði. Heimili og varnarþing er í Rangárvallasýslu.
2. gr.
Aðild að félginu eiga lögbýli í Holta- og Landsveit, auk Hóla og Næfurholts í Rangárvallahreppi, skv. arðskrá félagsins.
3. gr.
Félagssvæðið tekur yfir öll vötn á Landmannaafrétti og aðrennsli þeirra svo og frárennsli þeirra að Tungnaá, að undanskildu Þórisvatni og Kirkjufellsvatni.
4. gr.
Verkefni félagsins er:
a) Að viðhalda veiði í þeim vötnum, sem þegar er veiði í.
b) Að rækta fisk í þeim vötnum, sem fisklaus eru, en talin eru vel fallin til fiskiræktar. Með því að stilla veiði í hóf, með seiðasleppingum og flutningi á lifandi silung milli vatna.
c) Að sjá um, að félagsmenn hafi aðgang að ákveðnum veiðivötnum og megi stunda þar veiði samkvæmt þeim reglum, er stjórn veiðifélagsins setur þar um og samþykktar hafa verið á almennum fundi í félaginu.
d) Rekstur eigna.
e) Sala veiðileyfa.
f) Gróður og náttúruvernd.
5. gr.
Enginn má stunda veiði á félagssvæðinu nema með leyfi félagsstjórnar. Veiðimönnum skal látið í té skriflegt veiðileyfi og er þeim skylt að vera með það á sér meðan þeir stunda veiðina og sýna það, ef þess er óskað. Í leyfinu skal tekið fram um veiðistað, veiðitíma og veiðitæki og með hvaða kjörum leyfið er veitt.
6. gr.
a) Stjórn félagsins skipa fimm menn. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn. Ganga þeir úr stjórninni á víxl þannig að einn skal ganga úr stjórn eftir eitt ár, tveir eftir tvö ár og hinir eftir 3 ár, og helst svo sama röð framvegis.
Varamenn í stjórn skulu vera fimm og kosnir á sama hátt. Skoðunarmenn reikninga skulu vera tveir og kosnir til tveggja ára. Sami háttur skal hafður um kosningu varaskoðunarmanna.
b) Stjórnin skiptir með sér verkum árlega að loknum aðalfundi. Formaður skal vera aðalframkvæmdastjóri félagsins, sjá um reikninga og fjárreiður þess og boða til stjórnarfunda, ef hann eða aðrir stjórnarmenn óska eftir.
c) Formaður ræður veiðiverði og aðra starfsmenn í samráði við stjórn.
d) Aðalfundur skal haldinn í apríl eða maí ár hvert. Á aðalfundi gefur stjórnin skýrslu um starfsemi liðins árs og leggur fram starfsáætlun fyrir næsta ár. Þá skal hún leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins.
7. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórninni ber að halda gerðarbækur þar sem færðir eru reikningar félagsins, svo og samþykktir þess og fundargerðir.
8. gr.
Árlega skal aðalfundur taka ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsaárinu.
9. gr.
Samþykkt þessari má breyta á aðalfundi.