Category Archives: Veiði

Staðfesta Veiðivötn 2023

Nú er Bryndís búin að senda fastagestum tilkynningu um gistingu og veiðileyfi í Veiðivötnum sumarið 2023. Hún biður þá sem hafa fengið póst um að staðfesta móttöku og muna eftir að borga fyrir 1. mars.

Alltaf eru einhverjir sem telja sig eiga inni veiðileyfi og gistipláss en hafa ekki fengið tilkynningu frá Bryndísi. Þeir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við hana sem fyrst.

Veiðileyfi og gistipláss sem ekki er búið að greiða fyrir 1. mars eða ráðstafa fara síðan í almenna sölu í byrjun apríl 2023.

Veiðivötn 2023

Stangveiði í Veiðivötnum hefst kl. 15 þann 18. júní og lýkur kl. 15 þriðjudaginn 22. ágúst.

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2023.

Verð fyrir hverja stöng / dag – 18. júní – 1. júlí.13.500-
Verð fyrir hverja stöng / dag – eftir 1. júlí.12.000-
5 – 7 manna hús / dag (minni hús).19.500-
8 – 12 manna hús / dag (stærri hús).24.000-
Litla herbergi í skálanum / dag (allt að 6 manna).16.500-
Stóri salur í skálanum / dag (15-20 manna).28.000-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.4.500-
Verð fyrir hvert tjald / tjaldvagn / húsbíl á tjaldstæði / dag (a)4.500-
Verð fyrir hvert tjald / tjaldvagn / húsbíl á tjaldstæði / dag – með rafmagni (b)6.500-

Þeir sem ákváðu síðastliðið sumar að halda sínum dögum næsta sumar munu fá tilkynningu um staðfestingu í febrúar.
Veiðileyfi og gistipláss sem ekki er þegar búið að ráðstafa fara síðan í almenna sölu í byrjun apríl 2023.
Þeir sem ekki hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir gistingu og veiðileyfum verða að bíða þolinmóðir þangað til.

Hús og önnur gistiaðstaða er mjög góð í Veiðivötnum. Rennandi vatn er í öllum húsum og þau eru öll tengd rafmagni. Í hverju húsi eru 2 hellur, tenglar, ljós og rafmagnsofnar. Salerni eru í öllum húsum nema Gamla Dvergasteini. Eins og áður þurfa gestir að hafa með sér potta, pönnur, hnífapör og annan borðbúnað
Mjög gott símasamband (3G) er víðast hvar á Veiðivatnasvæðinu. 

Veiðivötn 2022

Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is

ATH: Skoðið óskilamunasíðuna

Veiðitölur úr Veiðvötnum 2022

Myndir af veiði- og veiðimönnum sumarið 2022

Allri veiði í Veiðivötnum er nú lokið. Netaveiðitímanum lauk 11. september en stangveiðitímanum lauk 16. ágúst.

Alls veiddust 29835 fiskar í Veiðivötnum á veiðitímabilinu 18. júní – 11. september. Þetta er svipuð veiði og undanfarin ár. Sjá heildarveiði 1965-2022.
Þar af fengust 19314 á stöng (12126 urriðar og 7188 bleikjur).

Alls veiddust 18134 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, þar af 10982 urriðar og 7152 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Litlasjó, en þar komu 3696 urriðar á land. Í Snjóölduvatni veiddust 2971 fiskur, mest bleikja.
Stærsti fiskur sumarsins var 10,8 pd urriði sem Dídí Carlson veiddi í Grænavatni og besta meðalþyngdin var 2,75 pd í Pyttlum. Auk Grænavatns komu fiskar um og yfir 10 pd á land í Breiðavatni, Hraunvötnum, Pyttlum og í Skyggnisvatni.

Níunda og síðasta stangveiðivikan var aðeins 3 veiðidagar.

ATH. Myndin er af Dídí með 10,8 pd urriða úr Grænavatni.