Category Archives: Veiði

Laus hús í Veiðivötnum

Eftirtalin hús eru nú í almennri sölu. 

16.-18. júlí Lindarhv.7.-9. ágúst St-salur15.-17. ágúst Holt
5.-7. ágúst St-salur8.-10. ágúst Holt19.-21. ágúst Vindheimar

Lausar stangir eru til í júlí og ágúst og svefnpokapláss flesta daga í júlí og ágúst.

Sími í Veiðivötnum / Bryndís er 864-9205

Netfang: ampi@simnet.is

Áfram góð veiði í Veiðivötnum

Í þriðju viku veiddust 3114 fiskar, 1091 urriði og 2023 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni, 938 og 539 fengust í Litlasjó. Úr Nýjavatni komu 563 smábleikjur í vikunni.
Heildarveiðin er nú 10772 fiskar, 5338 urriða og 5434 bleikjur. Þetta er mjög góð veiði miðað við undanfarin ár.
Mest hefur veiðst í Litlasjó það sem af er sumri, 2828 fiskar.
Þyngsti fiskurinn er 13,2 pd urriði úr Hraunvötnum sem kom á land í fyrstu viku. Í þriðju viku kom 10,0 pd urriði úr Litlasjó. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,33 pd og mesta meðalþyngd er í Ónýtavatni fremra 3,00 pd (aðeins 4 fiskar) en í Grænavatni er meðalþyngdin 2,42 pd. Einnig er góð meðalþyngd úr Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó.

Myndin er af Ísari með 13,2 pd (6,6 kg) urriða úr Hraunvötnum. Stærsti fiskurinn til þessa. Ljósm: Bryndís Magnúsdóttir.

Sjá nánar

Myndir af veiði og veiðimönnum 2019

veiðileyfi og gjaldskrá 2019

Eftirtalin hús eru nú í almennri sölu. 

16.-18. júlí Lindarhv.7.-9. ágúst St-salur15.-17. ágúst Holt
5.-7. ágúst St-salur8.-10. ágúst Holt19.-21. ágúst Vindheimar

Lausar stangir eru til í júlí og ágúst og svefnpokapláss flesta daga í júlí og ágúst.

Sími í Veiðivötnum / Bryndís er 864-9205

Netfang: ampi@simnet.is

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2019.

Frítt í Frostastaðavatn

Gjaldfrjáls veiði verður í Frostastaðavatn sumarið 2019
Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur ákveðið að næstkomandi sumar verði gert átak í grisjun á bleikjustofninum í Frostastaðavatni. Veiðin verður gjaldfrjáls og verður bæði heimilt að veiða á stöng og í net. Einungis verður farið fram á góða umgengni við vatnið sem og að skrá fjölda fiska, tegundir, þyngd afla, fjölda neta, möskvastærð og hve lengi þau liggja. Skráning er afar mikilvæg og veiðiskýrslum á að skila að lokinni veiðiferð í söfnunarkassa við Frostastaðavatn (vegamót) eða í Landmannahelli. Best er að nota 30 mm möskva á legg eða smærri. Veiðimenn verða sjálfir að útvega sér veiðarfæri og bát. Veiðitíminn er frá 18. júní til 15. september.
Veiðimönnum er bent á gistiaðstöðu í Landmannahelli og þar eru líka seld veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár.