Frítt í Frostastaðavatn

Gjaldfrjáls veiði verður í Frostastaðavatn sumarið 2020.
Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur ákveðið að í sumar verði aftur gert átak í grisjun á bleikjustofninum í Frostastaðavatni. Veiðin verður gjaldfrjáls og verður bæði heimilt að veiða á stöng og í net. Einungis verður farið fram á góða umgengni við vatnið sem og að skrá fjölda fiska, tegundir, þyngd afla, fjölda neta, möskvastærð og hve lengi þau liggja. Skráning er afar mikilvæg og veiðiskýrslum á að skila að lokinni veiðiferð í söfnunarkassa við Frostastaðavatn (vegamót) eða í Landmannahelli. Best er að nota 30 mm möskva á legg eða smærri. Veiðimenn verða sjálfir að útvega sér veiðarfæri og bát. Veiðitíminn er frá 18. júní til 15. september.

Veiðimönnum er bent á gistiaðstöðu í Landmannahelli og þar eru líka seld veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár.

Covid-fréttir úr Veiðivötnum

Vinsamlega lesið þennan póst vel.
Starfsmenn í Veiðivötnum vilja koma eftirfarandi á framfæri :

 • Starfsmenn munu fara í húsin og spritta helstu staði sem mest mæðir á.
 • Það verður ekkert í húsunum til eldamensku annað en helluborð.
  Komið með eigin eldhúsáhöld.
 • Vinsamlegast ekki skilja neitt eftir af ykkar dóti þegar þið farið heim (þar með rusl).
  Munið eftir reglum sóttvarnaryfirvalda á tjaldstæðinu.
 • Förum öll varlega og hlýtum reglum sóttvarnaryfirvalda. Þá komumst við heil í gegnum sumarið.

Vegna Covid 19 hefur verið ákveðið að hafa sem minnstan umgang á skrifstofunni í Varðbergi.
Því þarf starfsfólk í Veiðivötnum að fá eftirfarandi upplýsingar sendar í tölvupósti degi fyrir komu í Veiðivötn. Póstfangið er ampi@simnet.is

Það sem við þurfum að vita.

 • Hvaða bókun þú tilheyrir (nafn þess sem greiddi bókunina).
 • Nafn/nöfn veiðileyfishafa í hverjum bíl (fullt verð eða  50% afsl).
 • Tegund bíls / bíla.
 • Bifreiðarnúmer.
 • Litur bifreiðar.

Síðan kemur einn inn á skrifstofu og sækir lykil, leyfin og kvittun fyrir húsi.

Laus hús í Veiðivötnum

Eftirtalin hús eru laus til útleigu sumarið 2020. Veiðileyfi fylgja húsunum. Ef einhver hús verða afpöntuð þá bætast þau á listann hér fyrir neðan.
Nokkur veiðileyfi án gistipláss eru til eftir 10. júlí og í ágúst, en allt upppantað í júní.
Hægt er að panta í síma 864-9205.
Einnig má senda tölvupóst á ampi@simnet.is

11.-14. ágúst St-salur.16.-19. ágúst St-salur.