| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR


Fossvötn. Ljósm. Örn Óskarsson

18. apríl 2017
Veiðivötn - 2017
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2017 hefst sunnudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15. Bændadagar byrja 25. ágúst og allt búið 17. september.

Þann 1. apríl hófst sala á lausum plássum (gisting + veiðileyfi) í Veiðivötnum sumarið 2017.

Hægt verður að panta gistingu og veiðileyfi á virkum dögum frá kl. 10-12. Aðeins er hægt að panta í gegnum síma 864-9205.

Talsvert af veiðileyfum (án gistipláss) eru laus, einkum eftir miðjan júlí.

Eftirfarandi gistipláss eru til ráðstöfunar.

7 júlí Foss 2 nætur. 8 ágúst Setur 1 nótt 15 ágúst L-herbergi 2 nætur.
25 júlí Vatnaver 2 nætur. 9 ágúst Salur 2 nætur. 15 ágúst Salur 2 nætur.
29 júlí Nýberg 2 nætur. 10 ágúst Vatnaver 1 nótt. 17 ágúst Dvergasteinn 2 nætur.
31 júlí Nýberg 2 nætur. 10 ágúst Vindheimar 1 nótt. 19 ágúst Foss 1 nótt.
1 ágúst Lindarhvammur 1 nótt. 11 ágúst Salur 2 nætur. 20 ágúst Setur 3 nætur.
3 ágúst Hraunkot 1 nótt. 13 ágúst Salur 2 nætur. 20 ágúst Dvergasteinn 3 nætur.
6 ágúst Dvergasteinn 3 nætur. 14 ágúst Nýberg 2 nætur.  
7 ágúst Holt 1 nótt. 15 ágúst Hraunkot 3 nætur.  
7 ágúst Salur 2 nætur. 15 ágúst Vatnaver 3 nætur.  


Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2017.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 14.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 18.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b)
kr. 4.000-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 4.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-9205


22. september 2016
Lokatölur úr Veiðivötnum
Sunnudaginn 18. september lauk veiðitímabilinu í Veiðivötnum. Alls veiddust 27444 fiskar á veiðitímanum (18. júní -18. september) sem er mun meiri afli en undanfarin ár. Veiðiárið 2016 er fimmta besta árið frá upphafi skráningar í Veiðivötnum. (sjá samanburð). Alls veiddust 21659 fiskar á stöng, þar af fengust 593 fiskar á stöng á netatímanum (26. ágúst til 18. september). Í netin komu 5785 fiskar sem er svipað og undanfarin ár.
Á stangveiðitímanum sem lauk 24. ágúst veiddust 21066 fiskar, 8984 urriðar og 12082 bleikjur. Þetta er mun betri veiði en undanfarin ár. Fara þarf aftur til ársins 2011 til að finna álíka veiði.
Að þessu sinni veiddust flestir fiskar á stöng í Snjóölduvatni en þar komu 5012 á land. Litlisjór var næstur með 4952 fiska. Langavatn, Nýjavatn, Hraunvötn og Ónýtavatn gáfu einnig góða veiði.
Stærsti fiskur sumarsins var 12,5 pd urriði úr Ónefndavatni. 12,4 pd fiskur veiddist í Hraunvötnum. Mesta meðalþyngdin var 5,30 pd í Grænavatni. Sjá nánar. Sjá nánar.


Lokatölur - aflatölur úr vötnum sunnan Tungnaár
.... ELDRI FRÉTTIR


VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / http://www.veidivotn.is/