Laus hús í Veiðivötnum

Eftirtalin hús eru laus til útleigu sumarið 2020. Veiðileyfi fylgja húsunum.
Einnig eru til stangir án gistipláss í júlí og ágúst, en lítið í júní.
Opnað verður fyrir pantanir kl.9:00 miðvikudaginn 1. apríl 2020 .
Aðeins er hægt að panta í síma 864-9205 á dagvinnutíma.

6-8 júlí Hvammur.25-27 júlí Bjalli.6-8 ágúst Vatnaver.12-14 ágúst Lindarhvammur.
7-9 júlí Foss.27-29 júlí St-salur.5-8 ágúst Hvammur.12-15 ágúst Holt.
9-7 júlí Bjalli.28-29 júlí Holt.7-9 ágúst Arnarsetur.13-15 ágúst Hvammur.
10-12 júlí Vatnaver.29-31 júlí Hvammur.8-10 ágúst Vindheimar.14 16 ágúst Lindarhvammur.
13-14 júlí Setur.31júl -3 ág Arnarsetur.10-12 ágúst Land.16-19 ágúst Land.
13-16 júlí Land.3-5 ágúst Arnarsetur.10-12 ágúst Lindarhvammur.16-19 ágúst Lindarhvammur.
18-19 júlí Dvergasteinn.3-5 ágúst Hvammur.11-13 ágúst L-herbergi.16-19 ágúst St-salur.
21-23 júlí St.salur.4-6 ágúst Vindheimar.11-14 ágúst St-salur.

Bleikjan í Litlasjó

Niðurstöður eru komnar úr erfðarannsókn á bleikjunni sem veiddist í Litlasjó í fyrrahaust.
Niðurstaðan útilokar að um eldisfisk sé að ræða. Erfðaefnið er aftur á móti mjög líkt því sem finnst í bleikjum í Snjóölduvatni og Skálavatni. Líkur eru því á að fiskurinn sé kominn úr villtum bleikjustofni á svæðinu. Ekki verður lagt mat á það hér hvernig fiskurinn komst í Litlasjó. Möguleikarnir geta verið nokkrir.
Vonandi er um einstakt tilvik að ræða.

Sjá eldri frétt um bleikjuna

Gjaldskrá fyrir sumarið 2020

Veiðivötn

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2020.

Verð á veiðileyfum er óbreytt frá fyrra ári en gistipláss í húsum hækkar lítillega.
Eins og undanfarin ár munu fastir kúnnar sem þegar hafa fengið vilyrði fyrir veiðileyfum eða gistiplássi, fá boð um greiðslu á næstu vikum. Greiðsla þarf að berast fyrir 1. mars.
Ef einhver telur sig eiga pöntun og hefur ekkert heyrt frá Veiðifélaginu (Bryndísi) fyrir miðjan febrúar þá þarf hann að hafa samband í síma 864-9205 eða á netfangið ampi@simnet.is
Laus veiðileyfi eða gistipláss fara á vefinn um miðjan mars og fara í almenna sölu í byrjun apríl. Nánar auglýst síðar.

Vötn sunnan Tungnaár

Veiði hefst þann 18. júní og lýkur 15. september.
Hvert leyfi kostar kr. 3.500 /stöng/ dag og gildir í öllum vötnum sunnan Tungnaár nema í Sauðafellsvatni.
Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og þarf ekki að panta fyrirfram.
Hægt er að panta gistingu í Landmannahelli.

Nánari upplýsingar um vötn sunnan Tungnaár

Landmannahellir

Sauðafellsvatn

Veiði í Sauðafellsvatni hefst þann 18. júní og lýkur 15. september. Hvert leyfi kostar kr. 5000 /stöng/ dag.
Leyfi eru seld á heimasíðunni saudafellsvatn.is .  Veiðiskýrslum frá Sauðafellsvatni er einnig skilað inn á þeirri vefsíðu.

Vefsíða um Sauðafellsvatn