Veiðivötn 2022

Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is

Veiðitölur úr Veiðvötnum 2022

Veiði í Veiðivötnum hófst laugardaginn 18. júní.
Vegir um svæðið eru víðast greiðir og vöðin yfir árnar góð. Þó er aðalleiðin upp með Litlasjó enn teppt ofan við fyrstu vík en hægt að aka fjöruna.
Há vatnsstaða er í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni (sjá myndir af Rauðagíg) og margir góðir veiðistaðir komnir undir vatn sem voru langt uppi á landi í fyrra sumar.

Það sem af er hefur veiðin verið ágæt. Stóra Hraunvatn hefur gefið vel og eins er stór og falleg bleikja í Langavatni, Eskivatni og Breiðavatni. Í Snjóölduvatni og Nýjavatni er fín veiði en bleikjan smærri. Litlisjór og Grænavatn hafa gefið góða fiska.

ATH. Myndin er af veiðimönnum með góðar bleikjur úr Langavatni.

Veiðileyfi í Veiðivötnum

Allt gistipláss í Veiðivötnum fyrir sumarið 2022 er uppselt.
Ef einhver breyting verður á og hús detta inn aftur þá verður það birt hér fyrir 1. júní.

Hér fyrir neðan er listi yfir lausar stangir (án gistingar) í sumar eins og staðan er núna 28. apríl.
Hvern veiðidag eru seld leyfi fyrir 100 stöngum.
Bryndís verður lítið við símann á næstunni en ætlar þó að reyna að vera kl. 9 – 15 á laugardag 30. apríl en ekkert  1 maí.
Ef símanunum er ekki svarað þá sendið tölvupóst á ampi@simnet.is

Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is

ATH. þeir sem eru með greiðsludag 1 maí – munið að borga.

30/6. 6 stangir21/7. 25 stangir4/8.  30 stangir
2/7. 2 stangir22/7. 23 stangir5/8.  31 stöng
3/7. 22 stangir23/7. 18 stangir6/8.  34 stangir
7/7. 11 stangir24/7. 18 stangir7/8.  25 stangir
11/7. 3 stangir25/7. 28 stangir8/8.  31 stöng
12/7. 9 stangir26/7. 30 stangir9/8.  47 stangir + G.Dvergasteinn
13/7. 3 stangir27/7. 28 stangir10/8. 42 stangir + G.Dvergasteinn
14/7. 6 stangir28/7. 30 stangir.11/8. 37 stangir + G.Dvergasteinn
15/7. 4 stangir29/7. 45 stangir12/8. 14 stangir.
16/7. 20 stangir30/7. 47 stangir13/8. 10 stangir.
17/7. 23 stangir31/7. 41 stöng14/8. 2 stangir.
18/7. 24 stangir1/8.  45 stangir15/8. 13 stangir.
19/7. 18 stangir2/8.  43 stangir
20/7. 23 stangir3/8.  22 stangir

Moka snjó

Árni gröfumaður fór inn í Veiðivötn og mokaði vatnsrásir í snjóinn. Mikill snjór er nú í vötnunum og húsin í hættu vegna væntanlegra leysinga. Líklegt er að með þessari framkvæmd hafi miklum verðmætum verið bjargað frá vatnstjóni.

Veiðivötn 2022

Verðskrá fyrir sumarið 2022 er komin á síðuna.
Eins og undanfarin ár hefur Bryndís sent út netpóst til fastra kúnna sem síðasta sumar fengu vilyrði fyrir veiðileyfum eða gistiplássi í Veiðivötnum.

Enn eiga nokkrir eftir að staðfesta gistinu og leyfi 2022. Þeir sem eiga slíkt eftir eru beðnir að staðfesta / svara póstinum.

Greiðsla þarf að berast fyrir 1. mars. 
Ef einhver telur sig eiga pöntun og hefur ekkert heyrt frá Veiðifélaginu (Bryndísi) fyrir miðjan febrúar þá þarf hann að hafa samband í síma 864-9205 eða á netfangið ampi@simnet.is
Listi yfir laus veiðileyfi eða gistipláss verður birtur á Veiðivatnavefnum  www.veidivotn.is um miðjan mars og opnað verður fyrir almenna sölu á veiðileyfum og húsplássi í byrjun apríl.