| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR

Afslöppun við Litlasjó. Ljósmynd. Örn Óskarsson

Í áttundu veiðivikunni var besta veiðin í Litlasjó og þar héldu flestir veiðimennirnir sig. ÞaÍ Litlasjó fengust 452 feitir og fínir urriðar, þar af nokkrir um og yfir 8 pund. Færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð.

Alls hafa 18510 fiskar veiðst í Veiðivötnum það sem af er sumri, 8585 urriðar og 9925 bleikjur. Mest hefur veiðst í Snjóölduvatni, 4869 fiskar og síðan kemur Litlisjór með 4483 fiska. Í 8. viku veiddust 1219 fiskar í vötnunum. Stærsti fiskurinn er 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum og mesta meðalþyngdin er 3,30 pd í Pyttlum.

Veiðitölur úr Veiðivötnum í 1.- 8. viku

Myndir af veiði og veiðimönnum sumarið 2018


8. 8. 2018
Hús til leigu í Veiðivötnum sumarið 2018

Stangveiðileyfi er hægt að kaupa með húsunum. Í júlí og ágúst er jafnframt hægt að kaupa veiðileyfi með pokaplássi og tjaldgistingu.
Hægt er að panta í síma 864-9205 eða senda póst á ampi@simnet.is

15-17 ágúst S-salur 2 nætur

20-22 ágúst Nýberg 2 nætur

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2018.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.500-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 22. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 15.000-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 19.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.500-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.500-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 4.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b) - rafmagn
kr. 5.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

Fallegir fiskar úr Kílingavatni. Ljósm: Páll

Vötn sunnan Tungnaár
Búið er að opna vegi um "Friðland að fjallabaki" og er því greið leið í Landmannahelli og í mörg veiðivötn þar í kring. Veiðileyfið kostar kr. 3.500- á stöng/dag og veitir aðgang að góðum veiðivötnum eins og Frostastaðavatni, Dómadalsvatni og Ljótapolli auk margra annara vatna. Veiðileyfi eru seld í Landmannahelli og í búðinni í Landmannalaugum og óþarfi að panta fyrirfram.
Veiðimenn eru hvattir til að skila útfylltum veiðileyfum að lokinni veiðiferð til veiðivarða í Landmannahelli eða í safnkassa á gatnamótum við Frostastaðavatn/Ljótapoll eða við efri afleggjara inn að Landmannahelli.

Veiðitölur úr vötnum sunnan Tungnaár 2018


Um aðbúnað í veiðihúsum í Veiðivötnum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-920525. apríl 2017
Veiðivötn á Landmannaafrétti

Ritið "Veiðivötn á Landmannaafrétti" er komið út og sala hófst 25. apríl. Höfundur er Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún sem meðal annars var um árabil veiðivörður í Veiðivötnum. Bókin er 910 blaðsíður í tveimur bindum, glæsilegt rit í alla stað. Fjallað er um Veiðivötn / Fiskivötn í fortíð og nútíð og veitt svör við nánast öllu sem viðkemur svæðinu. Ómissandi lesning fyrir alla sem unna Veiðivötnum.
Bókin er til sölu á eftirfarandi stöðum:

  • Varðberg í Veiðivötnum
  • Árvirkinn, Eyravegi 32, Selfossi.
  • Verslunin Veiðivon, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
  • Söluskálinn Landvegamótum, Rangárþingi ytra.
  • Verslunin Mosfell, Rangárbakka 7, Hellu.
  • Fóðurblandan, Hlíðarvegi 2, Hvolsvelli.
     
    Bókin selst allsstaðar á sama verði, sem er kr. 8.500 krónur.


.... ELDRI FRÉTTIR
VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
2017
2016
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM
2018  
2017
 

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson ornosk@gmail.com/ Vefslóð: www.veidivotn.is