| NÁTTÚRA | JARÐFRÆÐI | GRÓÐUR | FISKUR | FUGL | SPENDÝR | KORT OG MYNDIR | VEIÐILEYFI OG GISTING |

FRÉTTIR

Fossvötnin 12. júní 2017. Ljósmynd: Örn Óskarsson

ATH: Veiðileyfi og gisting til sölu á besta tíma: 24. - 27. júní (Holt) og 1. - 4. júlí (Foss). Sími: 864-9205.

20. júní 2017
Veiðivötn - 2017
Stangveiði í Veiðivötnum sumarið 2017 hófst sunnudaginn 18. júní kl. 15 og lýkur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15. Bændadagar byrja 25. ágúst og allt búið 17. september.
Veiðin fór vel af stað og þrátt fyrir háa vatnsstöðu í Hraunvötnum og Litlasjó hafa veiðimenn fengið góða veiði þar. Mjög góð bleikjuveiði í Snjóölduvatni og Langavatni.

ATH. Vegurinn inn í Veiðivötn er mjög góður, en vaðið á Vatnakvísl (efra vað) er djúpt og straumhart. Ef farið er með gát er það samt vel fært jeppum.
Innan svæðis eru allar leiðir færar nema með vestanverðum Litlasjó. Þar er ófært vegna hárrar vatnsstöðu í Litlasjó. Veiðimönnum er bent á að fara um Hraunvötn til að komast í ofanverðan Litlasjó (ofan Hermannsvíkur).


Talsvert af veiðileyfum (án gistipláss) eru laus, einkum eftir miðjan júlí.

Aðeins er hægt að panta í gegnum síma 864-9205.

Eftirfarandi gistipláss eru til ráðstöfunar.

24-27 júní Holt 3 nætur. 7 ágúst Salur 2 nætur. 15 ágúst Vatnaver 3 nætur.
1 júlí Foss 2 nætur. 8 ágúst Setur 1 nótt 15 ágúst L-herbergi 2 nætur.
3 júlí Foss 2 nætur. 9 ágúst Salur 2 nætur. 15 ágúst Salur 2 nætur.
28 júlí Ampi 1 nótt. 10 ágúst Vatnaver 1 nótt. 17 ágúst Dvergasteinn 2 nætur.
1 ágúst Lindarhvammur 1 nótt. 10 ágúst Vindheimar 1 nótt. 19 ágúst Foss 1 nótt.
3 ágúst Hraunkot 1 nótt. 11 ágúst Salur 2 nætur. 20 ágúst Setur 3 nætur.
7 ágúst Holt 1 nótt. 13 ágúst Salur 2 nætur. 20 ágúst Dvergasteinn 3 nætur.


Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2017.

Verð fyrir hverja stöng / dag - 18. júní - 1. júlí.

kr. 10.000-
Verð fyrir hverja stöng / dag - 1. júlí - 24. ágúst.
kr. 9.000-
5-7 manna hús / dag (lítil hús).
kr. 14.500-
8-12 manna hús / dag (stór hús).
kr. 18.000-
Litla herbergi í skálanum kr. 12.000-
Salur í skálanum (15-20 manna) / dag.
kr. 23.500-
Svefnpokapláss á loftinu í skálanum / mann / dag.
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (a)
kr. 3.000-
Verð fyrir hvert tjald á tjaldstæði / dag. (b)
kr. 4.000-
Verð fyrir gistingu í húsbíl og í tjaldvagni / dag.
kr. 4.000-
Sturta (fimm mínútur). kr. 400-

Um aðbúnað í veiðihúsum
Veiðiverðir í Veiðivötnum vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um húsin.
Í öllum húsunum í Veiðivötnum er:
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar.
Vatnssalerni eru í öllum húsum nema í Dvergasteini.

Gott farsímasamband (G3) er á öllu Veiðivatnasvæðinu. Þó er sumsstaðar lítið samband í djúpum gígholum. Farsímasendar eru uppi á Snjóöldufjallgarði og á Vatnsfelli. Sími í Veiðivötnum er: 864-920525. apríl 2017
Veiðivötn á Landmannaafrétti

Ritið "Veiðivötn á Landmannaafrétti" er komið út og sala hófst 25. apríl. Höfundur er Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún sem meðal annars var um árabil veiðivörður í Veiðivötnum. Bókin er 910 blaðsíður í tveimur bindum, glæsilegt rit í alla stað. Fjallað er um Veiðivötn / Fiskivötn í fortíð og nútíð og veitt svör við nánast öllu sem viðkemur svæðinu. Ómissandi lesning fyrir alla sem unna Veiðivötnum.
Bókin er til sölu á eftirfarandi stöðum:

  • Varðberg í Veiðivötnum
  • Árvirkinn, Eyravegi 32, Selfossi.
  • Verslunin Veiðivon, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
  • Söluskálinn Landvegamótum, Rangárþingi ytra.
  • Verslunin Mosfell, Rangárbakka 7, Hellu.
  • Fóðurblandan, Hlíðarvegi 2, Hvolsvelli.
     
    Bókin selst allsstaðar á sama verði, sem er kr. 8.500 krónur..... ELDRI FRÉTTIR


VEIÐI Í VEIÐIVÖTNUM
2016
 
MYNDIR AF VEIÐI OG VEIÐIMÖNNUM

Höfundur og umsjónarmaður: Örn Óskarsson / http://www.veidivotn.is/