Veiðivötn 2021

16, 0 pd urriði úr Grænavatni. 89 cm langur og 51 cm í ummál
Veiddist á Olive dýrbít. Veiðimaður Daníel Dagur. Ljósm: Jóhann Ölvir Guðmundsson.


Mjög góð veiði var í 6. veiðivikunni, 1946 fiskar komu á land. Þetta er mun betri veiði í 6. viku en undanfarin ár. Í vikunni veiddust 1393 urriðar og 553 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Litlasjó, 852. Þetta er lang besta veiðivikan í Litlasjó það sem af er sumri. í Snjóölduvatni veiddust 313 fiskar í vikunni, mest bleikja.
Stærsti fiskur sumarsins er 16,0 pd urriði úr Grænavatni.

ATH: Skaflinn góði í Miðmorgunsöldunni er horfinn.
Veiðimenn eru hvattir til að koma með kælingu með sér (ískurl, frystikubba eða frysta vatn á ölflöskum).

Veiðitölur úr 1. – 5. veiðiviku.

Myndir af veiði- og veiðimönnum sumarið 2021

Veiði í Veiðivötnum hófst 18. júní kl. 15 og líkur 18. ágúst kl. 15. Daglegur veiðitími er frá kl. 7:00 – 24:00.
Öll vötn eru nú íslaus og allir vegir færir. Veiðimenn eru hvattir til að halda sig á vegslóðum og aka ekki yfir gróður þó svo bleytupollur sé á veginum.
Óvenju lítið vatn er nú í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni. Önnur vötn eru að mestu eðlileg.

Svefnpokaplássið á loftinu í skálanum er nú mjög takmarkað vegna covid en ástandið á tjaldstæðinu er gott og gott pláss þar.
Talsvert er til af veiðileyfum án gistingar í ágúst.

ATH: Panta hús og veiðileyfi í gegnum síma 864-9205 eða senda fyrirspurn í tölvupósti ampi@simnet.is ef ekki er svarað í símann.

Gjaldskrá á veiðileyfum og gistingu (hús, svefnpokapláss í skála, tjaldstæði og húsbílar/tjaldvagnar) í Veiðivötnum fyrir sumarið 2021.

Frostastaðavatn verður á veiðikortinu sumarið 2021.
Veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár er hægt að kaupa í Landmannahelli (óþarfi að panta fyrirfram). Veiðileyfið fyrir stöng á dag kostar kr. 4.000-. Veiðileyfi í Sauðafellsvatn er kr. 5.000- (aðeins veitt á flugu).

Yfirlit yfir ástand á nokkrum framvötnum – glærur frá Hafrannsóknastofnun.

Lokatölur frá veiðitímanum í Veiðivötnum 2020

Lokatölur frá veiðitímabilinu í Veiðivötnum 2020.
Þyngd er skráð í pundum (1 pd = 500 gr.)
Tölurnar eru fengnar frá veiðivörðum í Veiðivötnum.

Sunnudaginn 13. september lauk veiði í Veiðivötnum. Stangveiðitímabilinu lauk 19. ágúst en veitt var í net og stöng 21. ágúst til 13. september.

Alls veiddust 28535 fiskar á veiðitímabilinu.
Alls fengust 17570 fiskar á stangveiðitímanum, 7936 urriðar og 9634 bleikjur. Þetta er mun lakari veiði en undanfarin ár, en svipuð veiði og á árunum 2014 og 2015. Á netaveiðitímanum bættust 766 stangveiddir fiskar við. Heildarafli stangveiddra fiska var 18336 fiskar, 8680 urriðar og 9656 bleikjur.

Flestir stangveiddir fiskar komu á land úr Snjóölduvatni, 5303 og úr Litlasjó fengust 3266 fiskar. Mun færri fiskar veiddust á stöng í Litlasjó í ár heldur enn í fyrra.
Þyngsti fiskurinn er 13,56 pd urriði úr Grænavatni. Stórir fiskar fengust einnig í Skálavatni og Hraunvötnum. Myndir af nokkrum stórum fiskum má sjá á myndasíðu.

Í netin fengust 10199 fiskar, 2134 urriðar og 8065 bleikjur.

Sjá nánar Veiðitölur 2020.

Lokatölur úr Veiðivötnum 2019

Lokatölur frá veiðitímabilinu í Veiðivötnum eru nú komnar á vefinn.
Sunnudaginn 15. september lauk veiði í Veiðivötnum. Stangveiðitímabilinu lauk 21. ágúst en veitt var í net og stöng 23. ágúst til 15. september.

Alls veiddust 30592 fiskar á veiðitímabilinu. Þetta er því þriðja besta veiðitímabilið í sögu Veiðivatna.  Sjá samanburð.
Heildarafli stangveiddra fiska var 21063 fiskar, 10328 urriðar og 10736 bleikjur.

Flestir stangveiddir fiskar komu á land úr Snjóölduvatni, 5650 og úr Litlasjó fengust 4865 fiskar.
Þyngsti fiskurinn er 16,06 pd urriði úr Grænavatni, sem kom á land í síðustu veiðivikunni. Aldrei hafa jafnmargir stórfiskar veiðst í Veiðivötnum eins og í sumar. Stærstir voru þeir í Grænavatni en einnig veiddust óvenju stórir urriðar í Hraunvötnum og í Skálavatni. 

Í netin fengust 9529 fiskur, 1755 urriðar og 7774 bleikjur.

Mynd: Fossvötn á góðum síðsumarsdegi. Ljósm: Örn Óskarsson

Veiðitölur – sjá nánar

Myndir af veiði og veiðimönnum 2019

Stærsti fiskur sumarsins

Þann 17. ágúst í norðan roki og sandbyl, veiddi Friðrik Þórarinsson stærsta fisk sumarsins í Veiðivötnum. Fiskurinn fékkst á beitu í Grænavatni. Hann vóg 8,03 kg (16,06 pd), var 74 cm að lengd og 79 cm að ummáli. Þetta er annar þyngsti fiskur sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum. Til hamingju Friðrik!