Um vefinn

Á vefnum er umfjöllun um jarðfræði, gróðurfar og dýralíf í Veiðivötnum ásamt hagnýtum upplýsingum um silungsveiði. Yfir sumartímann eru nýjustu upplýsingar um stangveiðina uppfærðar vikulega. Einnig eru fréttir af sölu veiðileyfa, útleigu á veiðihúsum og gistingu í Veiðivötnum.
Upplýsingar um veiði eru fengnar frá veiðivörðum í Veiðivötnum og Veiðifélagi Landmannaafréttar.
Upplýsingar um vötn sunnan Tungnaár er einnig að finna á vefnum.

Vefurinn var stofnaður 1998 og hefur verið að mótast og byggjast upp smátt og smátt síðan. Vefurinn var uppfærður yfir á nýtt og nútímalegra form vorið 2019.
Örn Óskarsson er höfundur og eigandi texta og myndefnis á vefnum nema annað sé tekið fram.

Örn er líffræðingur og starfaði lengi sem framhaldsskólakennari. Hann hefur stundað veiðar í Veiðivötnum árlega frá árinu 1969 og þekkir svæðið vel. Samhliða silungsveiðum hefur hann fylgst með vexti og viðgangi himbrimastofnsins og öðru fuglalíf á Veiðivatnasvæðinu.

Örn heldur einnig úti vefnum ORNOSK.COM ásamt konu sinni Kristínu Runólfsdóttir.