Lokatölur úr Veiðivötnum 2019

Lokatölur frá veiðitímabilinu í Veiðivötnum eru nú komnar á vefinn.
Sunnudaginn 15. september lauk veiði í Veiðivötnum. Stangveiðitímabilinu lauk 21. ágúst en veitt var í net og stöng 23. ágúst til 15. september.

Alls veiddust 30592 fiskar á veiðitímabilinu. Þetta er því þriðja besta veiðitímabilið í sögu Veiðivatna.  Sjá samanburð.
Heildarafli stangveiddra fiska var 21063 fiskar, 10328 urriðar og 10736 bleikjur.

Flestir stangveiddir fiskar komu á land úr Snjóölduvatni, 5650 og úr Litlasjó fengust 4865 fiskar.
Þyngsti fiskurinn er 16,06 pd urriði úr Grænavatni, sem kom á land í síðustu veiðivikunni. Aldrei hafa jafnmargir stórfiskar veiðst í Veiðivötnum eins og í sumar. Stærstir voru þeir í Grænavatni en einnig veiddust óvenju stórir urriðar í Hraunvötnum og í Skálavatni. 

Í netin fengust 9529 fiskur, 1755 urriðar og 7774 bleikjur.

Mynd: Fossvötn á góðum síðsumarsdegi. Ljósm: Örn Óskarsson

Veiðitölur – sjá nánar

Myndir af veiði og veiðimönnum 2019