Veiðivötn 2023

Eins og mörg undanfarin ár þá birtist ný verðskrá í janúar. Verðskrá fyrir sumarið 2023 mun birtast á Veiðivatnavefnum um leið og hún er tilbúin í janúar 2023.
Þeir sem ákváðu síðastliðið sumar að halda sínum dögum næsta sumar munu fá tilkynningu um staðfestingu í febrúar.
Veiðileyfi og gistipláss sem ekki er þegar búið að ráðstafa fara síðan í almenna sölu í byrjun apríl 2023.
Þeir sem ekki hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir gistingu og veiðileyfum verða að bíða þolinmóðir þangað til.