|
Þúfutittlingur
Fræðiheiti: Anthus pratensis.
Ætt: Erluætt (Motacillidae).
Einkenni: Brúnleitur og rákóttur, að neðan eru rákirnar á ljósum grunni. Goggur mjór. Ljós augnhringur. Afturklóin er löng og er það eitt einkenni þúfutittlings sem skilur hann frá öðrum tittlingum.
Búsvæði: Gróin svæði, móar, graslendi og kjarr.
Far: Farfugl. Hefur vetursetu á Bretlandseyjum, Írlandi, V-Frakklandi og suður eftir Evrópu allt til landa í Norður-Afríku.
Varptími: Seinni hluti maí og fram í júlí. Þúfutittlingar verpa aðallega á láglendi en einnig í hálendinu, þar sem er nægjanlega gróðursælt.
Fæða: Smádýr af ýmsu tagi. Einnig fræ á haustin og að vetrarlagi.
Stofnstærð: Einn algengasti fugl landsins. Stofnstærð á láglendi hefur verið áætluð XXX. |
|
Evrópa (varppör) |
Ísland (varppör) |
Ísland, vetur (einstaklingar) |
7.000.000-24.000.000 |
500.000-1.000.000 |
0 |
|
|