Smyrill
Fræðiheiti: Falco columbarius.
Ætt: Fálkaætt (Falconidae).
Einkenni: Karl- og kvenfugl eru mismunandi á litinn. Karlfuglinn er blágrár ofan á höfði, aftan á hálsi, baki og vængjum. Hjá kvenfuglum er þessi hluti fjaðrahamsins móbrúnn. Á framhálsi, bringu, kvið og síðu eru dökkbrúnar rákir á ljósum grunni. Goggur og fætur eru gulir á fullorðnum fuglum en gráleitir á ungfuglum. Nefið er bogið og klærnar einnig. Karlfuglinn er minni er en kvenfuglinn.
Búsvæði: Smyrillinn er algengasti ránfuglinn á Íslandi. Opinn svæði eru hans veiðilendur og smáfuglar ýmsir eru veiðibráðin. Smyrillinn á það einnig til að hremma mýs. Hreiðrið er yfirleitt í lágum klettum sem geta verið í giljum eða fjallshlíðum.
Far: Smyrillinn er að mestu farfugl og vetrarstöðvarnar eru í Bretlandi, Írlandi og Frakklandi vestanverðu. Þeir smyrlar sem hafa vetrardvöl á Íslandi halda sig á láglendi og oft í grennd við þéttbýli, sérstaklega í vetrarhörkum þar sem þeir elta upp snjótittlingshópa.
Varptími: Frá því í síðari hluta maí og fram í byrjun júlí. Ungarnir verða fleygir í júlí.
Fæða: Ýmsir smáfuglar, spörfuglar og vaðfuglar. |
Kvenfugl.
Karlfugl. |