Svartþröstur
Fræðiheiti: Turdus merula.
Ætt: Þrastaætt (Turdidae).
Einkenni: Fullorðinn karlfuglinn er alsvartur að lit með gulan gogg. Gulur augnhringur. Kvenfuglar eru dökkbrúnir aðeins ljósari að neðan, kverkin ljósust. Rákir á bringur og brjósti. Ungfuglar eru svipaðir að lit og kvenfuglar en eru rákóttari, goggurinn á ungum karlfuglum lýsist eftir því sem líður á vetur.
Far: Líklegt að þeir eru staðfuglar. Nokkuð algengur haust og vetrargestur. Svartþrestir byrjuðu að verpa í einhverju mæli á Innnesjum eftir mikla göngu vorið 2000. Uppruni þeirra er ekki ljós. Svartþrestir koma til Íslands í töluverðu mæli á haustin, fuglar sem lenda í villast á farflugi, og sjást görðum og trjálundum víða um land.
Varptími: Byrja varp snemma, apríl og fram í ágúst. Geta verpt nokkrum sinnum yfir sumarið, jafnvel þrisvar.
Verpa eingöngu á Innnesjum Suðvestanlands.
Fæða: Aðallega skordýr og ánamaðkar. Ber að hausti og frameftir vetri á meðan þau eru til staðar. Kemur í fuglafóður. Epli eru þá sérstaklega vinsæl hjá þeim.
|
Svartþröstur, karlfugl
Svartþröstur, kvenfugl |