FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR


Rjúpa

Fræðiheiti: Lagopus muta.

Ætt: Orraætt (Tetraonidae).

Einkenni: Að sumri er rjúpan brúnyrjótt að lit en vængir hvítir. Á veturna eru rjúpurnar alhvítar nema karrinn er með svarta grímu. Karlfuglinn með áberandi rauðan kamb á vorin og á varptíma.

Búsvæði: Búsvæði rjúpunnar eru lyngmóar, kjarrlendi, skógar og gróin hraun. Leitar svolítið inn í garða að vetrarlagi.

Far: Rjúpan er staðfugl.

Varptími: Seinni hluti maí og fram í júní. Ungar verða fleygir á um 80 dögum.

Fæða: Nær eingöngu úr gróðurríkinu. Nokkuð breytileg eftir árstíðum. Sprotar og brum af víði, fjalldrapa, birki og beitilyngi, ber og fræ ásamt laufblöðum t.d. af holtasóley.


Rjúpukarri - vor



Rjúpa - sumar

Stofnstærð:
Evrópa (varppör) Ísland (varppör) Ísland, vetur (einstaklingar)
430.000-1.400.000
50.000-200.000
1.000.000

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008