Stari
Fræðiheiti: Sturnus vulgaris.
Ætt: Staraætt (Sturnidae).
Einkenni: Dökkur að lit, á sumrin slær blágrænni slikju á fjaðrahaminn. Á veturna er hann mjög doppóttur.
Búsvæði: Þéttbýli og sveitabæir.
Far: Staðfugl.
Varptími: Síðla apríl og fram eftir júní.
Fæða: Ýmis smádýr og æti sem þeir komast í s.s. brauð og matarafgangar sem skildir eru eftir á víðavangi. Kemur í fuglafóður s.s. brauð og feitmeti.
|
|