FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR


Snjótittlingur

Fræðiheiti: Plectrophenax nivalis.

Ætt: Tittlingaætt (Eberizidae).

Einkenni: Karlfuglinn er svartur og hvítur að sumri. Bústinn fugl að sjá. Kynin eru lík að lit að vetri, brúnleit að ofan en ljós að neðan. Hvítir blettir í vængjum áberandi á flugi, ekki eins áberandi hjá ungfuglum.

Búsvæði: Frekar sjaldgæfur varpfugl á láglendi nema við ströndina. Verpa víða til fjalla.

Far: Staðfugl að mestu. Hluti stofnsins hefur vetursetu í Skotlandi. Grænlenskir fuglar kom til Íslands og hafa hér vetrardvöl.

Varptími: Síðari hluti maí og fram í júlí.

Fæða: Aðallega fræ. Smádýr yfir varptímann. Kemur mikið í fuglafóður, sérstaklega ef jarðbönn eru.

Stofnstærð:
Evrópa (varppör) Ísland (varppör) Ísland, vetur (einstaklingar)
680.000-1.700.000
50.000-100.000
100.000-300.000

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008