FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR


Bjargdúfa (Húsdúfa)

Fræðiheiti: Columba livia.

Ætt: Dúfnaætt (Columbidae).

Einkenni: Grá að lit, ljósari á væng og baki en dökkgrá á höfði, hálsi og búk. Grænbláleit á hálsi.

Búsvæði: Húsdúfur er að finna í þéttbýli víðsvegar um landið. Húsdúfur eru komnar af bjargdúfum, en nú álíta menn að bjargdúfur verpi á nokkrum stöðum Austanlands. Þær leita í þéttbýli þegar vetur er harður. Um 500-1.000 varppör eru af húsdúfu og 50-250 af bjargdúfu.

Far: Staðfugl.

Varptími: Frá því í mars og fram í ágúst.

Fæða: Ýmis fræ, plöntur og smádýr. Koma í fuglafóður í görðum og taka þá brauð og fræ.

Stofnstærð:
Evrópa (varppör) Ísland (varppör) Ísland, vetur (einstaklingar)
9.300.000-15.000.000
550-1.250
2.200-5.000

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008