Músarrindill
Fræðiheiti: Troglodytes troglodytes.
Ætt: Rindlaætt (Troglodytidae).
Einkenni: Brúnleitur lítill fugl og yrjóttur aðallega á vængjum og að neðan. Ljósari að neðan. Eitt helsta einkenni er upprétt stél. Goggur mjór og stuttur.
Búsvæði: Birkikjarr og birkiskógar. Hann er einnig að finna í ræktuðum skógum. Þá er sérstaklega að finna þar sem lækir eru til staðar.
Far: Staðfugl. Kemur helst í garða að haustlagi en geta þó komið í heimsókn allan veturinn.
Varptími: Frá því snemma í maí og fram í byrjun júlí.
Fæða: Aðallega skordýr. Kemur ekki í fóður í görðum. |