FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR


Hrafn

Fræðiheiti: Corvus corax.

Ætt: Hröfnungaætt (Corvidae).

Einkenni: Hrafninn er stærstur spörfugla og er kolsvartur að lit.

Búsvæði: Hrafninn verpur víða um land og sum staðar í hálendinu. Hreiðrið er yfirleitt í klettum en geta einnig búið til hreiður á ýmsum mannvirkjum.

Far: Staðfugl.

Varptími: Frá miðjum apríl og klekjast ungar í maí. Verpur einu sinni.

Fæða: Af ýmsum toga og eru þeir fljótir að nýta sér fæðuppsprettur, s.s. hræ, egg, ýmis smádýr. Nýtir sér fuglafóður, sérstaklega kjöt og matarafganga og er eitthvað um það að fólk gefi hröfnum.

Stofnstærð:
Evrópa (varppör) Ísland (varppör) Ísland, vetur (einstaklingar)
450.000-970.000
Um 2.000
10.000-13.000

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008