FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

Fóðrun

Fóðrun fugla í görðum er áhugavert og skemmtilegt viðfangsefni fyrir unga sem aldna. Fóðrun smáfugla skiptir kannski ekki meginmáli fyrir heildarstofn viðkomandi tegunda en hún getur hún skipt sköpum fyrir suma fugla. Skógarþrestir sem hafa vetrardvöl á Íslandi ættu t.d. erfitt með að lifa af veturinn ef ekki kæmu til fóðurgjafir fuglavina. Hinn litli varpstofn svartþrasta á Innnesjum byggir líklega afkomu sína að vetrarlagi á fóðurgjöfum.

Misjafnt er eftir fuglategundum hvaða fæða hentar best. Sumar tegundir eru mjög sérhæfðar á fæðu og því vandlátar á meðan fuglar af öðrum tegundum éta flest sem fyrir þá er lagt.

Menn taka á sig ákveðna ábyrgð ef einu sinni er byrjað að gefa fuglum á ákveðinn stað. Mikilvægt að halda því áfram, helst daglega, því fuglarnir treysta á fóðurgjafirnar.

Fuglavernd hefur gefið út veglegan myndskreyttan bækling sem fjallar um garðfugla og þar á meðal fóðrun þeirra. Þar má finna nánari upplýsingar um fóðrun fugla.


ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2009