FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

| Þrestir og starar | Finkur og tittlingar | Hrafnar og máfar |

Fóðrun - Hrafn og máfar

Hrafnar sækja einkum í matarúrgang sem borinn er út að vetrarlagi. Hrafnarnir éta einkum kjöt og spik en næla sér einnig í brauðbita og jafnvel ávexti. Að eðlisfari eru hrafnarnir ákaflega varir um sig og hætta sér því ekki nærri húsum. Best er þess vegna að gefa þeim þar sem pláss er gott til allra átta.

Hettumáfar og sílamáfar sækja í matarúrgang þegar þeir koma síðla vetrar eða á vorin. Þeir eru einkum á ferðinni snemma morguns og valda þá oft ónæði.

Hrafn að næla sér í eplaleyfar.

Sílamáfar og hettumáfar éta brauð..

 


ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008