Ágæt veiði var í vötnum að Fjallabaki í sumar. Alls veiddust 2844 fiskar, 1365 urriðar og 1479 bleikjur.
Eins og oft áður veiddust flestir fiskar í Frostastaðavatni, 754 bleikjur, en Ljótipollur kom þar fast á eftir með 680 urriða. Stærsti fiskur sumarsins var 6,0 pd urriði úr Dómadalsvatni en besta meðalþyngdin var úr Ljótapolli 1,6 pd.
Sjá nánar í töflunni hér fyrir neðan.