All posts by 0rn

Veiðivötn 2022

Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is

ATH: Skoðið óskilamunasíðuna

Veiðitölur úr Veiðvötnum 2022

Myndir af veiði- og veiðimönnum sumarið 2022

Allri veiði í Veiðivötnum er nú lokið. Netaveiðitímanum lauk 11. september en stangveiðitímanum lauk 16. ágúst.

Alls veiddust 29835 fiskar í Veiðivötnum á veiðitímabilinu 18. júní – 11. september. Þetta er svipuð veiði og undanfarin ár. Sjá heildarveiði 1965-2022.
Þar af fengust 19314 á stöng (12126 urriðar og 7188 bleikjur).

Alls veiddust 18134 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, þar af 10982 urriðar og 7152 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Litlasjó, en þar komu 3696 urriðar á land. Í Snjóölduvatni veiddust 2971 fiskur, mest bleikja.
Stærsti fiskur sumarsins var 10,8 pd urriði sem Dídí Carlson veiddi í Grænavatni og besta meðalþyngdin var 2,75 pd í Pyttlum. Auk Grænavatns komu fiskar um og yfir 10 pd á land í Breiðavatni, Hraunvötnum, Pyttlum og í Skyggnisvatni.

Níunda og síðasta stangveiðivikan var aðeins 3 veiðidagar.

ATH. Myndin er af Dídí með 10,8 pd urriða úr Grænavatni.

Veiðileyfi í Veiðivötnum

Allt gistipláss í Veiðivötnum fyrir sumarið 2022 er uppselt.
Ef einhver breyting verður á og hús detta inn aftur þá verður það birt hér fyrir 1. júní.
Hvern veiðidag eru seld leyfi fyrir 100 stöngum.

Sími í Veiðivötnum er 864-9205 / Netfang: ampi@simnet.is

Moka snjó

Árni gröfumaður fór inn í Veiðivötn og mokaði vatnsrásir í snjóinn. Mikill snjór er nú í vötnunum og húsin í hættu vegna væntanlegra leysinga. Líklegt er að með þessari framkvæmd hafi miklum verðmætum verið bjargað frá vatnstjóni.

Veiðivötn 2022

Verðskrá fyrir sumarið 2022 er komin á síðuna.
Eins og undanfarin ár hefur Bryndís sent út netpóst til fastra kúnna sem síðasta sumar fengu vilyrði fyrir veiðileyfum eða gistiplássi í Veiðivötnum.

Enn eiga nokkrir eftir að staðfesta gistinu og leyfi 2022. Þeir sem eiga slíkt eftir eru beðnir að staðfesta / svara póstinum.

Greiðsla þarf að berast fyrir 1. mars. 
Ef einhver telur sig eiga pöntun og hefur ekkert heyrt frá Veiðifélaginu (Bryndísi) fyrir miðjan febrúar þá þarf hann að hafa samband í síma 864-9205 eða á netfangið ampi@simnet.is
Listi yfir laus veiðileyfi eða gistipláss verður birtur á Veiðivatnavefnum  www.veidivotn.is um miðjan mars og opnað verður fyrir almenna sölu á veiðileyfum og húsplássi í byrjun apríl.