Dagana 27. – 28. september kom vaskur hópur veiðimanna inn í Veiðivötn og veiddi urriða í klak. Þetta er gert á hverju hausti í lok september.

Að þessu sinni gékk veiðin mjög vel. Veitt var á þremur stöðum í Litlasjó og Stóra Hraunvatni.
Teknar voru 40 hrygnur og 9 hængar. Fimm til sex punda fiskar gefa bestan árangur í klakinu.

Fiskarnir eru fluttir til byggða og klak fer fram í eldisstöðinni í Götu í Holta- og Landsveit.
Seiðin eru alin í 1-2 ár í stöðinni fyrir sleppingu í Veiðivötn. Til að viðhalda jöfnum og góðum fiskistofnum í urriðavötnum með lök hrygningaskilyrði þá eru seiðasleppingar nauðsynlegar. Bleikjan bjargar sér sjálf og engin þörf fyrir sleppingu bleikjuseiða.
Myndirnar voru teknar 27. september.


