Veiðitölur úr Veiðivötnum

Í sumar munu nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum birtast vikulega á föstudögum.
Nú eru komnar á vefinn veiðitölur úr 1. – 8. viku veiðitímans (18. júní – 13. ágúst).

Í 8. viku veiddust 1004 fiskar, 242 bleikjur og 762 urriðar. Alls hafa veiðst 16658 fiskar í Veiðivötnum í sumar.
Flestir fiskar hafa komið á land í Snjóölduvatni. Þar hafa veiðst 5257 fiskar. Veiði í Litlasjó er að glæðast aftur og sumir dagar hafa verið mjög líflegir í ágúst. Í Litlasjó fengust 460 fiskar í síðustu vikun og eru 2685 fiskar komir þar á land í sumar.
Meðalþyngd afla í Litlasjó er 2,33 pd. Mikið virðist vera af 3 pd fiski en mun stærri fiskar eru innan um. Besta meðalþyngd afla er í Arnarpolli, 2,76 pd. og í Grænavatni, 2,39 pd. Þyngsti fiskurinn sumarsins er 13.56 pd urriði úr Grænavatni.
Fært er að skarðinu við Skyggnisvatn en þaðan þarf að ganga niður að vatninu.
Rannsókn fiskifræðinga í lok júlí bendir til þess að ástand fiskistofna í Litlasjó, Grænavatni og í Stóra Fossvatni sé mjög gott, nóg af fiski og í mjög góðu ástandi, en það er kúnst að fá hann á færið.

Veiðitölur 2020.