Veiðitölur úr Veiðivötnum

Í sumar munu nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum birtast vikulega á föstudögum.
Nú eru komnar á vefinn veiðitölur úr 1. – 2. viku veiðitímans (18. júní – 2. júlí).

Mest veiðist í bleikjuvötnunum enda halda flestir veiðimennirnir sig þar. Í annari viku veiddust 3179 fiskar, 2134 bleikjur og 1038 urriðar. Alls hafa veiðst 5807 fiskar í Veiðivötnum það sem af er sumri. Mesta veiðin er í Snjóölduvatni, 2039 fiskar hafa komið þar á land en Litlisjór er næstur með 716 fiska. Enn er ófært í Skyggnisvatn.

Veiðitölur 2020.