FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2013 vor


Garðfuglahelgi Fuglaverndar var dagana 25. - 29. janúar. Veður var frekar óhagstætt til garðfuglaskoðunar. Þokkalegt veður var fyrsta dag athugunarinnar en síðan leiðinda veður, NA rok. Snjór á jörðu víða um land en að mestu snjólaust sunnanlands tvo síðustu athugunardagana. Hiti kringum frostmark.

Þátttakendur voru 170 og er það nokkur fækkun frá síðasta ári. Athugunarstaðir voru 142. Festir þátttakendur voru á Selfossi og nágrannasveitum, 42 talsins en 17 þátttakendur voru skráðir í Hafnarfirði. Stærstur hluti athugenda á þessum svæðum voru nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Flensborgarskóla. Í Reykjavík tóku 30 garðeigendur þátt í Garðfuglahelginni.

Alls sáust 5599 fuglar af 21 tegund í görðum þátttakenda. Heldur færri einstaklingar sáust núna en undanfarin ár en tegundirnar voru fleiri. Aldrei áður hafa jafnmargar tegundir sést í Garðfuglahelgi (1. tafla). Óvenju lítið sást af snjótittlingum (1059), þar er örugglega mildu veðurfari um að kenna. Að þessu sinni voru starar algengastir, þeir sáust í 95 görðum (66.9%). Skógarþrestir voru víða og sáust á 85 stöðum (59.9%) sem er mun meira en áður. Nú brá svo við að svartþrestir voru þriðju algengustu garðfuglarnir. Þeir sáust í 62 görðum (43.7%), einkum á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða út um land. Svartþrastarstofninn á Íslandi er greinilega í örum vexti. Auðnutittlingar sáust víðar en áður (61 athugun, 43%) en heildarfjöldinn hefur verið meiri undanfarin ár. Óvenju fáir hrafnar sáust að þessu sinni. Eins og oft áður voru silkitoppur og gráþrestir algengustu erlendu gestirnir í görðum, en þrjár flotmeisur sem sáust í einum garði í Hafnarfirði eru sennilega merkilegustu gestirnir.

1. Mynd. Dreifing athugunarstaða um landið .

 

og rjúpur á fjörum stöðum.

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2012