FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2008 vor

Garðfuglaskoðun Fuglaverndar var dagana 7. til 10. mars 2008, sem var óvenjulegt því venjulega er skoðað í janúar. Að þessu sinni voru fuglar skoðaðir í 118 görðum og af þeim sáust fuglar í 98 görðum (83.1%), en á 20 stöðum sáust engir fuglar (16.9%). Eins og undanfarin ár voru flestir þátttakendur nemendur í náttúrufræði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Í garðfuglaskoðuninni sáust 3514 fuglar af 12 tegundum. Mest sást af snjótittlingum, 2122 fuglar og næst algengastir voru auðnutittlingar, 570 fuglar. Hrafnar og snjótittlingar sáust á ríflega helmingi athugunarstaða. Skógarþrestir sáust nú á fleiri stöðum heldur en starar sem er óvanalegt en það getur skýrst af því að garðfuglaskoðunin var mun seinna að vetrinum nú en áður og líklegt að fyrstu farfuglarnir hafi verið mættir í garðana. Svartþrestir sáust nú á 10 stöðum, þar af 8 á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir eru að verða algengir varpfuglar í görðum. Gráþrestir og músarindlar sáust á sex stöðum og rjúpur í fjórum görðum í uppsveitum sunnanlands og á Siglufirði. Ein barrfinka og ein húsdúfa sáust á Selfossi og bjargdúfa á Djúpavogi (1. tafla).

 

og rjúpur á fjörum stöðum.

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008