FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

Hvaða tegundir sjást í görðum að vetrarlagi?

Frá vetrinum 1994-1995 hefur Fuglavernd staðið fyrir garðfuglakönnun frá byrjun nóvember til aprílloka. Niðurstöður gefa nokkrar upplýsingar um tegundir sem vænta má í görðum.

Tegundir sem hafa sést alla vetur 1994-95 til 2005-06 í Garðfuglakönnun Fuglaverndar: Auðnutittlingur, Grágæs, Gráþröstur, Heiðlóa, Hettumáfur, Hettusöngvari, Hrafn, Hrossagaukur, Húsdúfa, Músarrindill, Rjúpa, Skógarþröstur, Smyrill, Snjótittlingur, Stari, Stelkur, Stokkönd, Svartþröstur, Tjaldur og Þúfutittlingur.
Tegundir sem hafa sést 11 vetur: Fálki, Maríuerla, Silkitoppa.

Hér til hliðar eru krækjur á nokkrar tegundir garðfugla. Þar er að finna helstu upplýsingar um fuglana, ásamt ljósmyndum. Þessar upplýsingar geta hjálpað garðeigendum við að greina garðfuglana til tegunda.

Stuðst var við eftirfarandi heimildir við lýsingar á tegundum, lífsháttum og stofnstærð þeirra:


ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2009