FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR


Glókollur

Fræðiheiti: Regulus regulus.

Ætt: Söngvaraætt (Sylviidae)

Einkenni: Mjög lítill fugl en hann er minnsti fugl Evrópu. Líkist söngvurum í útliti en er þó hnöttóttari. Ólífugrænn að ofan og ljósleitur að neðan. Tvö ljós vængbelti. Gulur litur á kolli bryddaður með svörtu. Karlfuglinn er meira appelsínugulur á kolli en kvenfuglinn sem einungis hefur gulan lit. Ungfuglar hafa ekki gulan lit á kolli. Svart augað er áberandi á ljósum vanga.

Búsvæði: Barrskógar, stundum í blönduðum skógum, þar sem einhver barrtré eru til staðar. Kemur einnig í garða þar sem barrtré eru. Getur sest að í plöntuðum barrskógum þegar trén eru að ná tveimur metrum að hæð.

Far: Farfugl að hluta á varpstöðvum í Evrópu, nyrstu varpssvæði eru yfirgefin að vetri. Á Íslandi er glókollur líklega staðfugl.

Varptími: Apríl og þar til í júní. Getur orpið tvisvar. Miklar sveiflur virðast vera fjölda varppara á milli ára. Stofnstærð sveiflast líklega í takt við framboð á grenilúsum.

Glókollur hóf líklega varp á Íslandi árið 1996 í kjölfar stórrar göngu haustið 1995. Varp var þó ekki staðfest fyrr en sumarið 1999. Nú er glókollur varpfugl í skógarlundum um allt land nema á Vestfjörðum.

Fæða: Smádýr, aðallega skordýr. Sjaldan fræ barrtrjáa.

Glókollur kvenfugl

Glókollur karlfugl

Stofnstærð:
Evrópa (varppör) Ísland (varppör) Ísland, vetur (einstaklingar)
19.000.000-35.000.000
Fáeinir tugir-1000+?
Hundruð-fáein þúsund ?

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008