FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2007 vor

Í garðfuglaskoðun janúar 2007 sáust 11 tegundir af fuglum aðeins fleiri tegundir en í síðustu talningu (1. og 2. tafla). Mun fleiri fuglar sjást könnunni 2007 enda voru þátttakendur mun fleiri en árið áður. Stari var algengasti fuglinn og sást einnig í flestum görðum. Hrafnar sjást einnig á mörgum stöðum þó svo að ekki væri um marga einstaklinga að ræða. Skógarþrestir sjást á 26 athugunarstöðum (31,7%) og sjást þeir á mun fleiri stöðum en snjótittlingar og auðnutittlingar. Mun fleiri snjótittlingar og auðnutittlingar sjást en skógarþrestir. Veðrið hefur haft áhrif á fjölda snjótittlinga þar sem enginn snjór var athugunarhelgina, en greinilegt er að þá sækja snjótittlingarnir mun minna í garða. Athyglisvert er að svartþröstur sést í 8 görðum (9,8%), en gera má ráð fyrir að þeim sé að fjölga á Innnesjum, frá því að þeir sáust um allt land vorið 2000. Eftir það hófu þeir að verpa víða á Innnesjum. Músarrindill og smyrill voru sjaldgæfustu fuglarnir í garðfuglaskoðun 2007 þeir sáust einungis hjá einum athugenda. Í 18 (22%) af görðunum sáu athugendur engan fugl (2. tafla).

 

 


ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008