FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2009 vor

Garðfuglaskoðun Fuglaverndar var dagana 23. til 26. janúar 2009. Snjólaust var víða um sunnanvert landið en snjóföl fyrir norðan. Að þessu sinni voru fuglar skoðaðir í 115 görðum (149 athugendur) og af þeim sáust fuglar í 103 görðum (89,6%), en á 12 stöðum sáust engir fuglar (10,4%). Undanfarin ár voru flestir þátttakendur nemendur í náttúrufræði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en nú er meirihluti þátttakenda utan skólans (52 nemendur (45,2%) og 63 utan skólans (54,8%)). Í garðfuglaskoðuninni sáust 4353 fuglar af 16 tegundum. Mest sást af stara, 1290 fuglar og næst algengastir voru snjótittlingar, 1130 fuglar. Skógarþrestir sáust á 64% athugunarstaða, alls 660 fuglar á 74 stöðum. Þessi mikli fjöldi skógarþrasta getur tengst því að nú bárust fleiri niðurstöður frá garðeigendum á höfuðborgarsvæðinu en nokkru sinni áður. Um og yfir fjörtíu skógarþrestir sáust í þremur görðum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig sáust óvenjumargir auðnutittlingar , svartþrestir og silkitoppur sem getur líka skýrst af þátttöku á höfuðborgarsvæðinu. Svartþrestir sáust nú á 36 stöðum (alls 90 fuglar), þar af 32 á höfuðborgarsvæðinu (86 svartþrestir (meðaltal 2,5 í garði)). Flestir svartþrestir, 7 fuglar sáust í garði á Álftanesi. Auðnutittlingar voru einnig fleiri en nokkru sinni áður. Þeir sáust á 33 stöðum, alls 891 fuglar. Silkitoppur sáust í 15 görðum, alls 91 fuglar. Flestar silkitoppur sáust á Egilsstöðum, 39 fuglar , 37 sáust á höfuðborgarsvæðinu, og 7 á Húsavík. Alls sáust 93 hrafnar í 40 görðum, flestir á Selfossi. Þetta eru mun færri hrafnar en sáust á síðasta vetri. Óvenjumargir gráþrestir sáust, alls 13 fuglar í 6 görðum. Flestir voru á Siglufirði, fimm fuglar. Rjúpur sáust á þremur stöðum, alls 12 fuglar, flestar 7 í Laugarási í Biskupstungum. Glóbrystingar sáust á Húsavík og í Fljótshlíð og Glókollur á Húsavík og hettusöngvarar í Fljótshlíð. Ein húsdúfa sást á Selfossi og músarindill á Snæfellsnesi. Stokkendur og urtönd sáust í einum garði í Mosfellsbæ. (1. tafla).1. Mynd. Dreifing þátttakenda um landið .

 

og rjúpur á fjörum stöðum.

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2009