FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2012 vor


Garðfuglahelgi Fuglaverndar var dagana 27. - 30. janúar. Veður var frekar óhagstætt til garðfuglaskoðunar. Þokkalegt veður var fyrsta dag athugunarinnar en síðan leiðinda veður, hvasst og rigning og auð jörð að mestu um sunnanvert landið. Þátttakendur voru 190, en það er færri nú en síðast. Athugunarstaðir voru 164 og sáust fuglar í 152 görðum (92.7%). Flestir þátttakendur voru á Selfossi og nágrannasveitum, 45 talsins en 32 þátttakendur voru skráðir í Hafnarfirði. Stærstur hluti athugenda á þessum svæðum voru nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Flensborgarskóla.

Alls sáust 6522 fuglar af 18 tegundum í görðum þátttakenda, en það er jafnmikið og árið 2010, en þá höfðu aldrei hafa jafnmargar tegundir sést í Garðfuglahelgi (1. tafla). Nú brá svo við að snjótittlingar voru flestir (3979) en starar sáust í flestum görðum (92 garðar, 56,1%) en þeir voru töluvert færri en snjótittlingarnir. Snjór hafði verið allnokkur vikurnar áður og hefur það örugglega haft áhrif á fjölda snjótittlinga sem sáust þar sem þeir leita í fóður í görðum í jarðbönn. Skógarþrestir voru víða og sáust á 82 stöðum (50%) og hrafnar sáust á nærri helming athugunarstaða. Tilkynnt var um auðnutittlinga í 48 görðum (29,3%), alls 508 fugla (7,8) sem er minna en 2010. Eins og undanfarna vetur sáust svartþrestir í mörgum görðum á höfuðborgarsvæðinu. Gráþrestir sáust í töluverðu mæli, alls 36 fuglar í 15 görðum. Músarrindlar á fjórum stöðum og smyrlar einnig. Rjúpur sáust í þremur görðum, alls sjö fuglar. Glóbrystingar sáust einnig á þremur stöðum. Stök silkitoppa sást . Hringdúfa sást á einum stað, en tegundin hefur ekki verið skráð áður. Nú bar svo við að bæði brandugla og eyrugla heimsóttu athugendur og hafa þessar tegundir ekki sést áður yfir Garðfuglahelgina. Svartbakur var fjórða nýja tegundin á skrá þetta árið.

1. Mynd. Dreifing athugunarstaða um landið .

 

og rjúpur á fjörum stöðum.

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2012