FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2010 vor

Garðfuglaskoðun Fuglaverndar var dagana 29. janúar til 1. febrúar. Um sunnvert landið var snjólaust en nokkuð frost. Um landið norðanvert var víðast alhvít jörð. Gríðarleg aukning var núna á þáttöku frá því sem var á síðasta ári. Alls voru fuglar skoðaðir í 264 görðum (329 athugendur) og af þeim sáust fuglar í 243 görðum (92.4%), sem er hærra hlutfall en undanfarin ár. Síðastliðið ár hefur garðfuglaskoðun verið kynnt fyrir nemendum í nokkrum framhaldsskólum. Að þessu sinni tóku þátt í garðfuglaskoðuninni nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann við Sund, Flensborgarskóla, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellsýslu og Menntaskólann á Egilsstöðum ásamt fuglaáhugafólki um allt land. Alls sáust 7856 fuglar af 17 tegundum í görðum þátttakenda. Mest sást af stara, 3705 fuglar, en skógarþröstur sást á flestum stöðum, í 156 görðum (59,3%). Færri snjótittlingar sáust að þessu sinni en oft áður. Skýringin er væntanlega snjóleysi um sunnanvert landið. Aftur á móti voru auðnutittlingar víða. Alls var tilkynnt um 1195 auðnutittlinga í 51 garði. Flestir sáust í Laugarási í Biskupstungum, 200 fuglar. Sjötíu fuglar sáust á Tumastöðum í Fljótshlíð og sextíu í görðum á Selfossi og Akureyri. Svartþrestir sáust um allt land og voru þeir fjórði algengasti garðfuglinn (miðað við fjölda athugunarstaða). Alls sáust 177 svartþrestir í 84 görðum. Fleiri gráþrestir sáust en oft áður, alls 42 á 18 stöðum, flestir fimmtán á bæ í Rangárvallasýslu. Rjúpur sáust í 13 görðum, alls 104 fuglar. Flestar voru við sveitabæ í Gnjúpverjahreppi, 25 fuglar. Dúfur sáust á þremur stöðum. Flestar sáust á Neskaupstað, 33 fuglar og 20 á Síðu (V-Skaftafellssýslu). Glóbrystingar sáust á fimm stöðum og smyrlar á fjórum stöðum. Hettusöngvarar sáust í görðum á Akranesi, Akureyri og á Höfn, alls fimm fuglar. Glókollar sáust í görðum á Akureyri og Egilsstöðum, ein fjallafinka á Húsavík og músarindill á Selfossi. (1. tafla).


1. Mynd. Dreifing þátttakenda um landið .

 

 

og rjúpur á fjörum stöðum.

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2009