FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2011 vor

Garðfuglahelgi Fuglaverndar var dagana 28. - 31. janúar. Að þessu sinni var veður afskaplega óhagstætt til garðfuglaskoðunar, lengst af hvasst og úrkomusamt. Um sunnvert landið var að mestu snjólaust og hiti yfir frostmarki. Um landið norðanvert var víða alhvít jörð. Þátttakendur voru nokkru færri nú en síðastliðinn vetur. Alls voru fuglar skoðaðir í 215 görðum (261 athugandi) og af þeim sáust fuglar í 196 görðum (91.1%), sem er svipað hlutfall og á síðasta ári. Flestir þátttakendur voru á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarfólk var ekki eins duglegt að taka þátt eins og undanfarin ár. Einnig varð nokkur fækkun í þátttöku framhaldsskólanema frá síðasta ári. Að þessu sinni tóku þátt í Garðfuglahelginni nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Flensborgarskóla og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellsýslu.
Alls sáust 7287 fuglar af 18 tegundum í görðum þátttakenda. Aldrei hafa jafnmargar tegundir sést í Garðfuglahelgi. Eins og oft áður sást mest af stara, 3294 fuglar (45.2%) og jafnframt sáust þeir í flestum görðum (132 garðar (61.4%). Auðnutittlingum virðist enn vera að fjölga í görðum landsmanna. Tilkynnt var um auðnutittlinga í 80 görðum, alls 1409 fugla, sem er talsverð aukning frá síðustu Garðfuglahelgi. Skógarþrestir voru víða og sáust á 127 stöðum. Svartþrestir sáust í flestum görðum á höfuðborgarsvæðinu, en einnig út um land, en þó ekki eins víða og á síðasta ári. Alls sáust 200 svartþrestir á 80 stöðum, sem er meiri fjöldi en áður hefur sést á Garðfuglahelgi. Mun færri hrafnar sáust og á færri stöðum en á síðasta ári og snjótittlingar voru einnig á færri stöðum. Silkitoppur sáust í 17 görðum, alls 149 fuglar, sem er mun meira en árið 2009, sem þó var gott silkitoppuár. Engin silkitoppa sást í Garðfuglahelginni á síðasta ári. Mun færri gráþrestir sáust en oft áður, alls 17 fuglar á 11 stöðum. Rjúpur sáust í 8 görðum, alls 26 fuglar. Dúfur sáust á fjórum stöðum. Glóbrystingar sáust á þremur stöðum, alls fimm fuglar og músarindlar á þremur stöðum. Tveir hettusöngvarar sáust í görðum í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Þrjár nýjar tegundir sáust að þessu sinni, haförn í Reykhólahreppi, söngþröstur á Höfn og Bókfinka á Húsavík (1. tafla).

 

og rjúpur á fjörum stöðum.

ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2009