FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2006 vor

Í garðfuglaskoðun 2006 sáust níu tegundir. Snjótittlingar voru í flestum görðum, þrátt fyrir hlýindin, og hann var algengasta tegundin (1. tafla). Hrafnar voru allvíða og það í jafnmörgum görðum og starar; hver hefði búist við því? Þessi klári og magnaði fugl hefur greinilega áttað sig á því að um vetur má finna æti í görðum. Skógarþrestir sáust hjá nokkrum þátttakendum (16%). Auðnutittlingar sáust aðeins hjá 3% þátttakenda. Ef horft er til fjölda þá voru auðnutittlingar hins vegar nokkuð margir í samanburði við aðrar fuglategundir, tæplega 50, og mun fleiri en t.d. stararnir sem sáust að þessu sinni. Silkitoppur sáust í jafnmörgum görðum og auðnutittlingar og er þetta annan veturinn í röð sem þær sjást víða um land. Það er ólíkt því sem áður var, en silkitoppur voru ekki árlegir gestir á Íslandi. Rjúpur sáust á færri stöðum en silkitoppur og einnig músarrindill. Húsdúfa var sjaldséðasti fuglinn af þeim sem voru skráðir, hún sást einungis í einum garði (1. tafla).

 


ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008