FORSÍÐA | HVAÐ ERU GARÐFUGLAR | TEGUNDIR | FÓÐRUN | FUGLAGARÐURINN | GARÐFUGLAKÖNNUN | SKRÁ NIÐURSTÖÐUR

2006v | 2007v | 2007h | 2008v | 2009v | 2010v | 2011v | 2012v | 2013v

Niðurstöður 2007 haust

Dagana 10. - 11. nóvember 2007 tóku 112 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands þátt í garðfuglaskoðun. Þar af sáu 87 nemendur fugla í garðinum sínum á athugunartímanum, en 25 sáu enga fugla. Flestir nemendurnir voru frá Selfossi (40.5%) en annars voru þeir dreifðir um allt Suðurlandsundirlendið. Að þessu sinni sáust 1005 fuglar af 14 tegundum. Stari var algengasti fuglinn (453 fuglar) og en hrafnar sáust í flestum görðum (55.2%). Einnig voru skógarþrestir algengir í görðum (51.7%). Auðnutittlingar sáust í 11 görðum. Þeir voru yfirleitt í hópum. Stærstu hóparnir sáust á Selfossi (50), í Stóru Sandvík í Flóa (30) og á Tumastöðum í Fljótshlíð (26). Að þessu sinni sáust óvenju margir flækingsfuglar. Tvær barrfinkur sáust á Selfossi og tveir hettusöngvarar á Selfossi og í Fljótshlíð (1. tafla).

 


ÓLAFUR EINARSSON OG ÖRN ÓSKARSSON 2008